Harmageddon (útvarpsþáttur)

Harmageddon er íslenskur hlaðvarpsþáttur. Hann var sendur fyrst út á útvarpsstöðinni X-inu 977 frá árinu 2008 og hélt þar áfram þar til loka 2021.[1] Frá 2023 varð þátturinn hlaðvarp og með áskrift.[2]

Harmageddon er viðtalsþáttur með rökræðum og jafnvel rifrildum.[3][4] Blaz Roca og Anna Tara Andrésdóttir voru afleysingarmenn í þættinum um tíma.[5] Íslenskir fjölmiðlar, þá sérstaklega systurmiðlar X-ins, hafa nokkrum sinnum vísað í viðtöl Harmageddon.

Stjórnandi þáttarins er Frosti Logason. Áður var með honum Þorkell Máni Pétursson.

Þátturinn er nú á hlaðvarpinu Brotkast sem Frosti heldur úti.

Deilur

breyta

Í þættinum kom iðnaðarmaður sem hafnaði ásökunum að taka að sér málingar- og múrvinnu án menntunar, en var síðar dæmdur fyrir það fyrir héraðsdómi.[6] Þátturinn reyndi að stilla á milli Blaz Roca og Móra, sem deildu á sínum tíma, en það magnaðist upp í tilraun til hnífsárásar.[7] Biskupsstofa var oft ósátt við ummæli Harmageddon.[4]

Heimildir

breyta
  1. „Skrýtin tilfinning að hætta“. www.mbl.is.
  2. „Frosti Loga snýr aftur með Harmageddon“. DV. 23. janúar 2023. Sótt 16. maí 2023.
  3. „Ég þarf ekki að hafa mikið fyrir því að vera ekki fáviti“. Fréttatíminn. 2014 – gegnum Tímarit.is.
  4. 4,0 4,1 „Enginn kvartað eins mikið og Biskupsstofa“. Dagblaðið Vísir. 2016 – gegnum Tímarit.is.
  5. „Mun bola Frosta úr Harmageddon“. Fréttablaðið. 2014 – gegnum Tímarit.is.
  6. „Síbrotamaður sakaður um að svíkja húsfélög“. Fréttablaðið. 2015 – gegnum Tímarit.is.
  7. „Réðst að rappara með hnífi“. Morgunblaðið. 2010 – gegnum Tímarit.is.
   Þessi dægurmenningagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.