Erpur Eyvindarson
íslenskur tónlistarmaður
(Endurbeint frá Erpur Þórólfur Eyvindarson)
Erpur Þórólfur Eyvindarson (f. 29. ágúst 1977), einnig þekktur sem Blaz Roca og Johnny National, er íslenskur rappari, myndlistamaður og sjónvarpsmaður.
Erpur Eyvindarson Blaz Roca | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Erpur Þórólfur Eyvindarson 29. ágúst 1977 |
Önnur nöfn | Blaz Roca Johnny National |
Uppruni | Kópavogi, Íslandi |
Störf | Tónlistarmaður |
Ár virkur | 2000-í dag |
Stefnur | Rapp |
Hann er einn liðsmaður hljómsveitarinnar XXX Rottweilerhunda. Hann var með þættina Íslensk kjötsúpa, Johnny International og Johnny Naz á Skjá einum. Þá kom hann fram í Loga í beinni veturinn 2009 auk þess sem hann vann að Steindanum okkar vorið 2010 (ásamt Steinþóri Hróari Steinþórssyni). Erpur sá einnig stöku sinnum um útvarpsþáttinn Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu 977. Erpur hlaut gullplötu fyrir sína fyrstu breiðskífu, Kópacabana (2010), eftir að hún seldi yfir 5.000 eintök.[1]
Útgefið efni
breytaBreiðskífur
breyta- XXX Rottweilerhundar (2001)
Smáskífur
breyta- XXX Rottweilerhunder (2013)
Stökur
breyta- Hvernig ertu (2007)
- Gemmér (2008)
- Í næsta lífi (2015)
- Negla (2016)
- Kim Jong-un (2017)
- Gera grín (2022) ásamt BLAFFA og Villa Neto
Breiðskífur
breyta- Hæsta hendin (2005)
Blaz Roca
breytaBreiðskífur
breyta- Kópacabana (2010)
- BlazRoca (Remix) (2011)
- BlazRoca (2016)
Stökur
breyta- Klikk (2019) ásamt Sdóra og Chase
- Slaki Babarinn (2022) ásamt Agli Ólafssyni
Tilvísanir
breyta- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 10. október 2022.