Perluhöfn

(Endurbeint frá Pearl Harbor)

Perluhöfn (enska: Pearl Harbor) er höfn sem liggur vestan við Honolulu á eyjunni Oahu í Hawaii. Stór hluti hafnarinnar og svæðisins í kringum hana er bækistöð bandaríska sjóhersins. Höfuðstöðvar bandaríska kyrrahafsflotans eru í Perluhöfn. Bandaríska ríkisstjórnin fékk fyrst leyfi fyrir skipaviðgerðarstarfsemi þar árið 1887. Þegar Japanar réðust á Perluhöfn árið 1941 flæktust Bandaríkin inn í seinni heimsstyrjöldina.

Perluhöfn séð úr lofti.

Nafn hafnarinnar er dregið af hawaiíska orðinu yfir flóann sem höfnin var byggð í, Wai Momi, sem þýðir „perluvötn“.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.