Rafstöðin við Elliðaár

(Endurbeint frá Elliðaárstöð)

Rafstöðin við Elliðaár er stöðvarhús við 3 MW virkjun í Elliðaám í Reykjavík. Virkjunin var tekin í notkun sumarið 1921 og var raforkan framleidd með tveimur vélum og flutt eftir háspennuraflínuaðveitustöð á Skólavörðuholti. Í rafstöðinni má sjá tækjabúnað sem er sá elsti sinnar tegundar á landinu sem enn er í notkun.

Rafstöðin við Elliðaár
Rafstöðin við Elliðaár
Byggingarár 1921
Afl 3160 Kw
Fallhæð 40m
Vatnasvið Elliðaár
Fjöldi hverfla 4
Aðrennslisgöng 1 km
Eigandi Orkuveita Reykjavíkur

Frímann B. Arngrímsson var fyrstur til að hvetja til að virkjað yrði í Elliðaám. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti byggingu rafstöðvar 26. september 1918 en þá voru verkfræðingarnir Guðmundur Hlíðdal og Jón Þorláksson búnir að leggja fram tillögur um virkjanir þar.[1]

Undirbúningur að virkjunninni hófst árið 1916, framkvæmdir hófust í september sama árs og stöðin var gangsett þann 27. júní 1921. Til undirbúnings virkjuninnar voru fengnir norskir verkfræðingar og arkitekt stöðvarinnar var Aage Broager-Christiansen.[2]

Heimildir

breyta
  1. 80 ára afmæli gömlu rafstöðvarinnar í Elliðaárdal Morgunblaðið. Skoðað þann 22. desember 2010
  2. Hver var arkitekt Elliðaárstöðvar? Morgunblaðið. Skoðað þann 22. desember 2010
   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.