Eiríks saga rauða

Eiríks saga rauða er Íslendingasaga sem fjallar um landnám og landkönnun norrænna manna í Norður-Ameríku. Sagan (ásamt Grænlendinga sögu) er einstæð heimild um þennan þátt í landafundasögunni.

Siglingaleiðir til Grænlands, Hellulands (Baffinseyju), Marklands (Labrador) og Vínlands (Nýfundnalands), sem farnar voru af þeim landkönnuðum sem sagt er frá í Íslendingasögum, aðallega Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu.

Eiríkssaga segir frá því hvernig Eiríkur var flæmdur frá Íslandi, landnámi hans á Grænlandi, og hvernig sonur hans Leifur heppni fann Vínland þegar skip hans rak af leið. Líklegast er talið að Leifur heppni hafi komið þar sem nú er Nýfundnaland og þannig verið fyrstur Evrópumanna til að kanna Ameríku, fimm öldum fyrir ferðir Kristófers Kólumbusar.

Eiríkssaga er varðveitt í tveimur handritum, Hauksbók frá byrjun 14. aldar og Skálholtsbók rituð skömmu fyrir miðja 15. öld. Talið er að Skálholtsbók sé líkari frumgerð sögunnar, sem er talin hafa verið rituð á 13. öld.

Eiríks saga og Grænlendinga saga eru ósamkvæða um suma hluti. Þannig finnur Leifur 'Vínland' á leið frá Skotlandi til Grænlands samkvæmt Eiríkssögu, en samkvæmt Grænlendinga sögu er það Bjarni Herjólfsson sem sem finnur Vínland, en Leifur fylgir síðan í fótspor hans.

Samkvæmt Eiríks sögu hafði Leifur tekið kristna trú í Noregi þar sem hann var hjá konungi. Konungur vildi ekki hafa heiðna menn í hirð sinni og var hann þess vegna skírður. Konungur bað hann að boða kristinn sið á Grænlandi, en hann færðist undan og sagðist ekki bestur manna til þess en konungur sagði hann tilvalinn. Leifur hafði upphaflega ætlað frá Noregi til Íslands en rak til Skotlands. Þar varð hann veðurtepptur og kynntist konu nokkurri og gerði hana barnshafandi. Að lokum sigldi hann frá Skotlandi „þó eigi blési allhagstætt“ því eigi vildi hann ellidauður þar verða. Bar hann þá enn af leið og fann Vínland.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta