Einar Hjörleifsson Kvaran (6. desember 185921. maí 1938) var rithöfundur, ritstjóri og þýðandi.

Einar fæddist í Vallanesi í Suður-Múlasýslu og ólst upp í Blöndudalshólum í Austur-Húnavatnssýslu og Goðdölum í Skagafirði en faðir hans, Hjörleifur Einarsson, var prestur á báðum þessum stöðum. Einar varð stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1881 og fór síðan til náms í Kaupmannahöfn og lagði þar stund á hagfræði við Hafnarháskóla en lauk ekki prófi. Eftir Kaupmannahafnarveruna var Einar lengi ritstjóri, fyrst í Winnipeg, þar sem hann átti þátt í stofnun bæði Heimskringlu og Lögbergs, og síðan á Íslandi þar sem hann tók upp ættarnafnið Kvaran árið 1916. Hann var mikill spíritisti, átti þátt í að stofna Sálarrannsóknarfélag Íslands og var fyrsti ritstjóri tímaritsins Morguns. Þegar Einar var í Kaupmannahöfn var raunsæisstefnan sem óðast að ryðja sér til rúms á Norðurlöndunum. Hann hreifst af stefnunni og gaf út tímaritið Verðandi 1882 með þremur félögum sínum þar sem þeir birtu eftir sig verk í anda hinnar nýju stefnu. Einar var mikilvirkur höfundur og skrifaði bæði skáldsögur og smásögur í raunsæislegum stíl.

Einar giftist Gíslínu Gísladóttur árið 1888. Meðal barna þeirra var Ragnar E. Kvaran, prestur og landkynnir. Meðal barnabarna þeirra voru Sigurð Arnalds, útgefandi og ritstjóri, Ævar Kvaran, leikari og Böðvar Kvaran, bókasafnari og bóksöguritari.


Fyrirrennari:
Jón Stefánsson
Ritstjóri Skírnis
(18921895)
Eftirmaður:
Jón Ólafsson
Fyrirrennari:
Guðmundur Finnbogason
Ritstjóri Skírnis
(19081909)
Eftirmaður:
Björn Bjarnason


Heimild

breyta
  • Sýnisbók íslenskra bókmennta frá 1550 til 1900, Kristján Eiríksson tók saman, Reykjavík 2003.

Tenglar

breyta