Einar Gilsson (d. 1369) var íslenskur lögmaður og skáld á 14. öld. Ætt hans er ekki þekkt en hann bjó á Reykjum í Tungusveit í Skagafirði og seinna í Húnaþingi.

Einar mun hafa orðið lögmaður norðan og vestan 1367, þegar Þorsteinn Eyjólfsson fór utan, og haft embættið til 1368, þegar hann kom aftur. Hann var skáld og af kveðskap hans hafa varðveist Selkolluvísur, kvæði um Guðmund Arason biskup og Ólafs ríma Haraldssonar, sem talin hefur verið elst íslenskra rímna, ort um eða upp úr miðri 14. öld. Hún er varðveitt í Flateyjarbók.

Kona Einars var Arnfríður Helgadóttir, bróðurdóttir Þórðar Egilssonar lögmanns. Sonur þeirra var Dálkur Einarsson bóndi í Bólstaðarhlíð.

Heimildir breyta

  • „Ólafs ríma Haraldssonar“.
  • Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.


Fyrirrennari:
Þorsteinn Eyjólfsson
Lögmaður norðan og vestan
(13671368)
Eftirmaður:
Þorsteinn Eyjólfsson