Einar Ágúst Víðisson
Einar Ágúst Víðisson (f. 13. ágúst 1973) er íslenskur söngvari, trúbador og útvarpsmaður. Hann varð þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Skítamórall (Skímó).
Einar Ágúst | |
---|---|
Fæddur | Einar Ágúst Víðisson 13. ágúst 1973 |
Störf |
|
Trú | Bahá'í[1] |
Tónlistarferill | |
Meðlimur í | Skítamórall |
Einar hefur sungið og gefið út lög með hljómsveitunum Pöpunum og Greifunum.
Hann tók þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2000 sem annar helmingur dúettsins Einar Ágúst & Telma. Dúettinn keppti fyrir hönd Íslands með laginu „Tell Me!“. Þau lentu í 12. sæti af 24 með 45 stig.
Hann sigraði með laginu „Beint í hjartastað“ eftir Grétar Örvarsson úr Stjórninni með texta Ingibjargar Gunnarsdóttur, Landslag Bylgjunnar og Stöðvar 2 árið 2001 í beinni útsendingu frá Broadway, Hótel Íslandi og svo fyrstu keppnina um Ljósanæturlagið í beinni útsendingu á Skjá 1 með lagið „Velkominn á Ljósanótt“ árið 2002. Einar gaf út sólóplötuna Það er ekkert víst að það klikki árið 2007.
Einar Ágúst hefur stórt húðflúr á hægri handlegg og hálsi ásamt mörgum öðrum minni.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Reyni að vera hreinn“. Dagblaðið Vísir. 18. ágúst 2001. bls. 37.