Eddie Redmayne
Edward John David „Eddie“ Redmayne (fæddur 6. janúar 1982) er breskur leikari, söngvari og módel sem fæddist og ólst upp í Westminsterborg í London.
Eddie Redmayne | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Edward John David Redmayne 6. janúar 1982 |
Ár virkur | 1998 - nú |
Maki | Hannah Bagshawe (2014) |
Börn | 1 |
Helstu hlutverk | |
Stephen Hawking í The Theory of Everything, Lili Elbe í The Danish Girl | |
Óskarsverðlaun | |
Besti leikari 2014 The Theory of Everything |
Redmayne byrjaði leiklistarferil sinn upp úr 1998 á því að leika nokkur hlutverk í sjónvarpsþáttum en fyrstu kvikmyndahlutverkin fékk hann árið 2006. Redmayne komst þó fyrst rækilega á kortið þegar hann lék eitt af aðalhlutverkunum í myndinni My Week with Marilyn árið 2011 og síðar þegar hann lék Marius Pontmercy í Les Misérables árið 2012.
Árið 2014 lék Redmayne eðlisfræðinginn Stephen Hawking í kvikmyndinni The Theory of Everything en hann hlaut ótal verðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni þ.á.m. Óskarinn, BAFTA verðlaun og Golden Globe verðlaun. Redmayne lék síðan aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Danish Girl árið 2015 sem hann hlaut aðra Óskarstilnefningu fyrir.
Redmayne lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Fantastic Beasts and Where to Find Them sem kom út um jólin 2016 en myndin er byggð á samnefndri bók metsöluhöfundarinns J. K. Rowling.
Leiklistarferill
breytaKvikmyndir
breytaÁr | Titill | Hlutverk | Athugasemdir |
---|---|---|---|
2006 | Like Minds | Alex Forbes | |
2006 | The Good Shepherd | Edward Wilson, jr. | |
2007 | Savage Grace | Antony Baekeland | |
2007 | Elizabeth: The Golden Age | Anthony Babington | |
2008 | The Yellow Handkerchief | Gordy | |
2008 | The Other Boleyn Girl | Sir William Stafford | |
2008 | Powder Blue | Qwerty Doolittle | |
2009 | Glorious 39 | Ralph Keyes | |
2010 | Black Death | Osmund | |
2011 | Hick | Eddie Kreezer | |
2011 | My Week with Marilyn | Colin Clark | |
2012 | Les Misérables | Marius Pontmercy | |
2014 | The Theory of Everything | Stephen Hawking | |
2015 | Jupiter Ascending | Balem Abrasax | |
2015 | Thomas & Friends: Sodor's Legend of the Lost Treasure | Ryan | Talsetning |
2015 | The Danish Girl | Einar Wegener/Lili Elbe | |
2016 | Fantastic Beasts and Where to Find Them | Newt Scamander |
Sjónvarpsþættir
breytaÁr | Titill | Hlutverk | Athugasemdir |
---|---|---|---|
1998 | Animal Ark | John Hardy | 1 þáttur: "Bunnies in the Bathroom" |
2003 | Doctors | Rob Huntley | 1 þáttur: "Crescendo" |
2005 | Elizabeth I | The Earl of Southampton | 1 þáttur: "Southampton" |
2008 | Tess of d'Urbervilles | Angel Clare | 4 þættir |
2010 | Phillars of the Earth | Jack Jackson | 8 þættir |
2010 | The Miraculous Year | Connor | Pilot þáttur |
2012 | Birdsong | Stephen Wraysford | 2 þættir |
2015 | War art with Eddie Redmayne | Hann sjálfur | Heimildarmynd |
Leikrit
breytaÁr | Titill | Hlutverk | Athugasemdir |
---|---|---|---|
1994 | Oliver! | Verksmiðjustrákur #46 | |
2002 | Twelfth Night | Viola | |
2003 | "Master Harold"...and the boys | Master Harold | |
2004 | The Goat, or who is Sylvia? | Billy | |
2004 | Hercuba | Polydorus | |
2007 | Now or Later | John Jr. | |
2009-10 | Red | Ken | Tony verðlaunin (2010): Besti leikari |
2011-12 | Richard II | King Richard II |
Tenglar
breytaHeimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Eddie Redmayne“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt ágúst 2016.