Early Icelandic Manuscripts in Facsimile

Early Icelandic Manuscripts in Facsimile – (skammstafað EIM, íslenska: Forn íslensk handrit í eftirgerð) – er ritröð, sem forlagið Rosenkilde og Bagger í Kaupmannahöfn, gaf út. Frumkvæðið að útgáfunni átti Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn, ásamt þeim sem sátu með honum í fyrstu ritstjórninni, en það voru prófessorarnir: Sigurður Nordal, Reykjavík, Dag Strömbäck, Uppsölum og Magnus Olsen, Osló.

Jón Helgason var ritstjóri fyrstu 15 bindanna, kona hans Agnete Loth var ritstjóri 16.–19. bindis og Peter Springborg 19. og 20. bindis (tók við því 19. úr höndum Agnete Loth).

Mjög var til útgáfunnar vandað, handritin voru ljósmynduð með bestu tækni síns tíma, og fremstu fræðimenn fengnir til að semja ítarlegar ritgerðir um handritin og sögu þeirra. Bækurnar voru bundnar í rautt skinnband. Gefin voru út 20 bindi og taldist ritröðinni þá lokið. Upphaflega var ætlunin að birta í þessari ritröð handrit í stóru broti (arkarbroti / fólíó), og voru í kynningarbæklingi tilgreind 14 handrit sem átti að ljósprenta, en af þeim birtust níu. Þegar á leið var farið að taka með handrit í minna broti (fjórblöðungsbroti / kvartó = 4to; sbr. 12., 13., 15., 16. og 19. bindi), sem ætlunin hafði verið að birta í Manuscripta Islandica, en sú ritröð var þá hætt að koma út (15. og 16. bindi voru kynnt í þeirri ritröð).

Listi yfir ritin breyta

 1. Sturlunga saga : manuscript no. 122 A fol. in the Arnamagnæan Collection. — (Króksfjarðarbók). — Jakob Benediktsson gaf út, 1958.
 2. Codex Skardensis : Skarðsbók.Desmond Slay gaf út, 1960.
 3. The sagas of king Sverrir and king Hakon the old : manuscript no. 81A in the Arnamagnæan Collection.Ludvig Holm-Olsen gaf út, 1961.
 4. Lives of saints : perg. fol. nr. 2 in the Royal library, Stockholm.Peter Foote gaf út, 1962.
 5. Bergsbók : perg. fol. nr. 1 in the Royal library, Stockholm.Gustaf Lindblad gaf út, 1963.
 6. Tómas saga erkibiskups : Thomasskinna.Agnete Loth gaf út, 1964.
 7. Sagas of Icelandic bishops : fragments of eight manuscripts.Stefán Karlsson gaf út, 1967.
 8. Hulda : Sagas of the kings of Norway 1035-1177 : manuscript no. 66 fol. in the Arnamagnæan collection.Jonna Louis-Jensen gaf út, 1968.
 9. Skálholtsbók eldri ; Jónsbók ; Járnsíða ; Kristinréttr Árna biskups ; Kristinréttr inn forni : AM 351 fol.Christian Westergård-Nielsen gaf út, 1971.
 10. Romances : Perg. 4:0 nr. 6 in the Royal Library, Stockholm.Desmond Slay gaf út, 1972.
 11. Fornaldarsagas and late medieval romances : AM 586 4to and AM 589 a-f 4to.Agnete Loth gaf út, 1977.
 12. The Sagas of Ywain and Tristan and other tales : AM 489 4to.Foster W. Blaisdell gaf út, 1980.
 13. Catilina and Jugurtha by Sallust and Pharsalia by Lucan in Old Norse : Rómverjasaga : AM 595 a-b 4to.Jakob Benediktsson gaf út, 1980.
 14. The Great sagas of Olaf Tryggvason and Olaf the Saint : AM 61 fol.Ólafur Halldórsson gaf út, 1982.
 15. Codex Trajectinus : the Utrecht manuscript of the Prose Edda.Anthony Faulkes gaf út, 1985.
 16. The Saga of Gunnlaug Serpent-tongue and three other sagas : Perg. 4:0, NR 18 in the Royal Library, Stockholm.Heiðarvíga saga, Gunnlaugs saga ormstungu o.fl. — Bjarni Einarsson gaf út, 1986.
 17. The King’s mirror : AM 243 a fol.Konungs skuggsjáLudvig Holm-Olsen gaf út, 1987.
 18. Karlamagnus saga and some religious texts : AM 180 a and b fol.Eyvind Fjeld Halvorsen gaf út, 1989.
 19. A saga of St. Peter the Apostle : Perg. 4:o nr 19 in the Royal Library, Stockholm.Peter Godfrey Foote gaf út, 1990.
 20. The saga of king Olaf Tryggvason : AM 62 fol.Ólafs saga Tryggvasonar hin mestaÓlafur Halldórsson gaf út, 1993.

Skyldar ritraðir breyta

Sama forlag gaf út sambærilega ritröð um fornensk handrit, Early English Manuscripts in Facsimile, og eru komin út 29 bindi (2002).

Nú er hafin útgáfa á nýrri ritröð á geisladiskum, með prentaðri ritgerð um viðkomandi handrit: Early Nordic Manuscripts in digital Facsimile, og eru komin út þrjú bindi (2012).

Með hraðri þróun stafrænnar tækni og gagnamiðlunar á veraldarvefnum, hefur opnast möguleiki á að byggja upp stafrænt handritasafn á netinu. Er líklegt að það komi að nokkru leyti í staðinn fyrir ljósprentun handrita, a.m.k. til fræðilegra nota. Hins vegar þarf þá að finna vettvang fyrir rannsóknarritgerðirnar sem fylgdu slíkum útgáfum. Áfram verður þó trúlega markaður fyrir viðhafnarútgáfur af handritum.

Tengt efni breyta

Tenglar breyta

Heimildir breyta

 • Vefsíða Rosenkilde og Bagger.