Dílaburkni, fræðiheiti Dryopteris expansa[1], er burknategund af þrílaufungsætt, ættaður úr svölum tempruðum og norðlægari svæðum Norðurhvels, í mikilli hæð suður til Spánar og Grikklands í suður Evrópu, til Japan í austur Asíu, og til mið Kaliforníu í Norður Ameríku. Þessari tegund var fyrst lýst frá Þýskalandi. Hann kýs svala, raka bland- eða barrskóga og vex þar oft á rotnandi trjám, og klettasprungum í fjallshlíðum. Hann er yfirleitt rakakær og sérstaklega við árbakka.

Dílaburkni

Ástand stofns

Öruggt (TNC)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Byrkningar (Pteridophyta)
Flokkur: Burknar (Pteridopsida)
Ættbálkur: Dryopteridales
Ætt: Þrílaufungsætt (Dryopteridaceae)
Ættkvísl: Dryopteris
Tegund:
D. expansa

Tvínefni
Dryopteris expansa
(C. Presl) Fraser-Jenk. & Jermy
Samheiti

Dryopteris assimilis S.Walker

Lýsing

breyta

Hann er með kröftugan, viðarkenndan, láréttan jarðstöngul, með stórum, grænum tvífjaðurskiftum blöðum, 10–60 sm (sjaldan 90 sm) löngum. Gróblettir eru neðan á blöðunum. Fjölgun með gróum og með skiftingu á stönglinum.

Litningatalan er 2n = 82.[2]

Orðsifjar

breyta

Fræðiheiti tegundarinnar, expansa, kemur úr latínu expando, í merkingunni að "breiðast út".

Nytjar

breyta

Rótin inniheldur filicin, efnasamband sem lamar bandorma og og önnur sníkjudýr í innyflum og hefur verið notaður sem ormahreinsir.

Tilvísanir

breyta
  1. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
  2. C. Michael Hogan. 2008


Heimildir

breyta

Viðbótarlesning

breyta
  • Rünk, Kai; Zobel, Martin; Zobel, Kristjan (2012). „Biological Flora of the British Isles: Dryopteris carthusiana, D. dilatata and D. expansa. Journal of Ecology. 100: 1039–1063. doi:10.1111/j.1365-2745.2012.01985.x.
  • Paarlahti, Jouni, Myrkkykasvit. WSOY, 2005. ISBN 951-0-30079-9
  • Oulun kasvit. Piimäperältä Pilpasuolle. Toim. Kalleinen, Lassi & Ulvinen, Tauno & Vilpa, Erkki & Väre, Henry. Luonnontieteellinen keskusmuseo, Kasvimuseo, Norrlinia 11 / Oulun kaupunki, Oulun seudun ympäristövirasto, julkaisu 2/2005. Yliopistopaino, Helsinki 2005.
  • Retkeilykasvio. Toim. Hämet-Ahti, Leena & Suominen, Juha & Ulvinen, Tauno & Uotila, Pertti. Luonnontieteellinen keskusmuseo, Kasvimuseo, Helsinki 1998.
  • Ålands flora. Toim. Hæggström, Carl-Adam & Hæggström, Eeva. Toinen laajennettu painos. Ekenäs Tryckeri, Ekenäs 2010.


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.