Dritbjalla (fræðiheiti Alphitobius diaperinus) er bjalla af mjölbjölluætt. Dritbjalla er gljáandi svört á lit og svipuð hveitibjöllu að sköpulagi. Hún er um 7 mm löng. Dritbjalla er upprunnin í Austur-Afríku en hefur breiðst út frá því um miðja 20. öld. Í heimkynnum í Afríku lifir dritbjalla á driti og skít úr fuglshreiðrum og leðurblökuhellum. Bjallan hefur dreifst víða með kornflutningum og borist þar til alifuglabúa. Hvert kvendýr verpir um 2000 eggjum og við 32°C tekur þroskaferlið frá eggi til bjöllu um einn mánuð en ef hitastiðg fer undir 15°C þá stöðvast vöxtur og þroski og öll þroskastig drepast ef hiti er undir frostmarki í nokkra daga.

Dritbjalla
Dritbjalla
Dritbjalla
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Bjalla (Coleoptera)
Ætt: Mjölbjölluætt (Tenebrionidae)
Ættkvísl: Alphitobius
Tegund:
Dritbjalla (A. diaperinus)

Tvínefni
Alphitobius diaperinus
Dritbjöllur á alifuglabúi í Brasilíu

Fullvaxnar lirfur grafa sig inn í tiltækt efni í umhverfi sínu svo sem dritskán eða glufur og púpa sig þar. Dritbjalla er vandamál í alifuglarækt því lirfan geymir í sér og ber með sér sýkla eins og Escherichia coli, Campylobacter og Salmonella. Sýklarnir berast í bjöllurnar þegar þær éta skítinn og þær valda auk þess skaða á einangrun í veggjum. Bjöllur geta borist með skít frá hænsnabúum og ef hann er borinn á tún þá geta þæar dreifst þaðan því þær fljúga um. Dritbjalla hefur fundist á tveimur stöðum á Íslandi, í alifuglabúum.

Heimild breyta