Kampýlóbakter

(Endurbeint frá Campylobacter)

Kampýlóbakter (latína: Campylobacter) er algengur gerill sem smitar bæði menn og dýr. Margar tegundir eru til en Campylobacter jejuni er algengasta orsök sýkinga í mönnum en mun sjaldgæfari eru Campylobacter coli og Campylobacter lari. Sýkingar hafa oft komið upp í alifuglabúum. Árið 1999 kom upp faraldur á Íslandi sem rakinn var til kampýlóbakter sýkingar í kjúklingum. Meðgöngutími sýkingar er oftast 2-4 dagar en getur verið frá 1-7 sólarhringum.

Kampýlóbakter
Rafeindasmásjármynd af Campylobacter jejuni.
Vísindaleg flokkun
Veldi: Bakteríur (Bacteria)
Fylking: Próteóbakteríur (Proteobacteria)
Flokkur: Epsilonpróteóbakteríur (Epsilonproteobacteria)
Ættbálkur: Campylobacterales
Ætt: Campylobacteraceae
Ættkvísl: Kampýlóbakter (Campylobacter)
Sebald & Véron, 1963

Heimildir

breyta
  • Kampýlóbakter (Embætti landlækni) Geymt 27 júlí 2021 í Wayback Machine
  • „Hvað er Kamýlóbakter?“. Vísindavefurinn.