Vampíra

(Endurbeint frá Dreyradraugur)

Vampíra á upprunalega við uppvakning sem rís upp úr gröf sinni að nóttu og nærist á blóði lifenda (manna eða dýra) til að viðhalda ódauðlegri tilvist sinni. Vampíran er að vissu leiti alþjóðleg þjóðsagnarvera þar sem þjóðsögur um „þá dauðu“ sem vakna upp aftur til þess að drekka blóð lifenda fyrirfinnast í nánast öllum menningarheimum.

Vampíran, mynd eftir Philip Burne-Jones, 1897

Orðið „vampíra“ kemur frá búlgverska orðinu Vampir, sem svo aftur er talið koma frá slavneska orðinu Obyri (ǫpyrь). Þótt heimildum greini verulega á þá vilja margir halda því fram að gríska orðið Nosophoros („pláguberi“) hafi með tímanum þróast yfir í forn slavneska orðið nosfur-atu, en vestrænir menningarheimar þekkja einmitt þennan óvætt best undir nöfnunum Vampir og Nosferatu.

Uppruni

breyta

Frá Afríku til Asíu og Evrópu hafa sögur um vampíruna haldið mönnum hugföngnum í aldanna rás. Hvergi sjáum við þó fleiri vampíru-þjóðsögur heldur en hjá þjóðflokkum slava, sögulega séð gæti ástæða þess verið fjöldi sígauna á þeirra svæðum, farferðir sígauna hafa verið raktar þvert yfir evrópsku heimsálfuna allt til norður Indlands, þar sem fjölgyðistrúarbrögð höfðu að geyma ýmsa blóðþyrsta guði og vætti, svo sem gyðjuna Kali og vættirnar Bhutu. Sú kenning hefur verið sett fram að sígaunar hafi tileinkað sér brot og brot úr goðsögnum og trúarbrögðum víðvegar um heimsálfurnar í ferðum sínum til vestursins sem seinna hafi haft stórbrotin áhrif á slavnesku þjóðina.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.