Douro
Douro (á latínu Durius, spænsku Duero og portúgölsku Douro) er ein stærsta á Portúgals og Spánar. Áin á upptök sín nálægt Soria á Spáni og rennur til Porto í Portúgal, þar sem hún mætir hafi. Heildarlengd árinnar er 765 km, og aðeins er hægt að ferðast á skipum um hana á þeim hluta sem rennur um Portúgal.
Talið er að nafn árinnar komi frá keltnesku þjóðflokkunum sem byggðu svæðið áður en Rómverjar náðu þar yfirráðum. Orðið „drw“ er keltneskt orð yfir á.