Mæðiveiki er smitandi sjúkdómur í sauðfé.

Sænskt flæðirit sem sýnir aðgerðir vegna mæðiveiki. Efst er hjörð sem ekki er vitað hvort sé smituð eða ekki. Fyrst er öllum sýnilega veikum kindum fargað og afkvæmum þeirra einnig. 12-16 mánuðum síðar eru blóðprufur teknar á nýjan leik og sýnilega veikum kindum fargað á sama máta og áður. Ósmitaðar kindur eru svo settar á og úr þeim teknar blóðprufur á 12-16 mánaða fresti.

Mæðiveiki barst til Íslands með innflutningi Karakúlfjár árið 1933 og í framhaldi af því var landinu skipt niður fjárskiptahólf með varnargirðingum sem síðan hafa einnig nýst vel í baráttunni við aðra smitsjúkdóma í skepnum eins og riðuveiki. Votamæði og þurramæði var síðan útrýmt með stórfelldum niðurskurði á fé og fjárflutningum á milli svæða.

Mæðiveiki kom fyrst upp í Deildartungu í Borgarfirði árið 1934 og breiddist hratt út um vestanvert landið. Árið 1937 voru sett lög á Alþingi um varnir gefn útbreiðslu borgfirsku sauðfjárveikinnar og var í þeim gert ráð fyrir fimm varnarlínum. Mæðiveiki var fljótt útrýmt á Vestfjörðum og voru mörg þúsund líflömb flutt frá Vestfjörðum til fjárskiptasvæða víða um landið á árunum 1946-1954. [1]

Tilvísanir

breyta
  1. Firðir og fólk 1900-1999, Vestur Ísafjarðarsýsla, Búnaðarsamband Vestfjarða 1999