Rófa

(Endurbeint frá Dindill)
Rófa getur líka átt við gulrófu.

Rófa er aftasti hluti hryggdýrs og er í beinu framhaldi af rófubeini þess. Dindill er stutt rófa sauðkinda eða sela. Rófa hunda nefnist skott, en einnig rófa músa, katta og refa. Tagl er stertur á hrossi með tilheyrandi hárskúf. Hali er rófa einkum á nautgripum, einnig ösnum, músum, rottum og ljónum o.fl. Stél er afturhluti fugls. Fiskar eru með sporð.

Tengt efni breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.