Dikta
Dikta er íslensk hljómsveit, stofnuð árið 1999. Hún hefur gefið út fimm breiðskífur. Dikta hefur tvisvar hlotið verðlaun sem vinsælasti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum, árið 2010 og 2011.[1]
Dikta | |
---|---|
Fæðing | Dikta |
Uppruni | Ísland |
Ár | 1999 - núverandi |
Stefnur | Rokk |
Útgáfufyrirtæki | Kölski, Smekkleysa, Smarten-Up (Þýskaland) |
Meðlimir | Haukur Hreiðar Hauksson Jón Bjarni Pétursson Jón Þór Sigurðsson Skúli Z. Gestsson |
Vefsíða | Dikta.is |
Saga
breytaJón Bjarni Pétursson gítarleikari, Jón Þór Sigurðsson trommuleikari og Skúli Z. Gestsson bassaleikari voru allir í Garðaskóla, Garðabæ og æfðu í bílskúr Jóns Bjarna. Söngkona var upphaflega með sveitinni og með henni innanborðs tók hljómsveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar árið 1999. Þessi sama söngkona sagði síðar skilið við Diktu.[2] Síðar hittust Skúli og Haukur í strætó og þá var bandið fullskipað. Hljómsveitin tók aftur þátt í Músíktilraunum árið 2000 og komust í úrslit. Nafn sveitarinnar þýðir að semja, ljúga eða skálda. Orðið dikta þekkist jafnframt á sænsku í svipaðri merkingu. Þannig var lénið dikta.is frátekið af sænskum aðilum sem vildu selja það fyrir hálfa miljón íslenskra króna. Hljómsveitin tók þó ekki því boði og stofnaði síðuna dikta.net.[3]
Þriðja breiðskífa sveitarinnar, Get It Together, var 26 sinnum í röð á topp 30 lista plötulista Smáís og þar af margsinnis í fyrsta sæti listans.[4] Þessi sama plata hljómsveitarinnar hefur selst í rúmlega 10.000 eintökum og fengu meðlimir hljómsveitarinnar platínuplötu fyrir.
Fimmta breiðskífa Diktu, Easy Street, kom út í september 2015 en upptökum stjórnaði þýski upptökustjórinn Sky van Hoff. Útgáfutónleikar plötunnar fóru fram í Norðurljósasal Hörpu, 9. september 2015.[5]
Breiðskífur
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Dikta stefnir enn hærra“. Sótt 11. janúar 2014.
- ↑ „Um hamingjuna og Stóra bróður“. Sótt 6. október 2010.
- ↑ „Byrjaði allt í strætó“. Sótt 6. október 2010.
- ↑ „Pottþétt, Eurovision og Dikta“. Sótt 6. október 2010.
- ↑ „Ný plata komin út með Diktu", skoðað 11. desember 2015