Digimon-þáttaraðir
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Digimonseríurnar eru animeseríur, sem eru framleittar af Toei Animation. Þær eru nokkuð ólíkar, en hafa allar það sameiginlegt að krakkar hitta digimona, verur úr gagnaheiminum og verða að bjarga heiminum.
Titill á frummáli | デジモン (dejimon) |
---|---|
Enskur titill | Digimon |
Gerð | Sjónvarpsþættir |
Efnistök | Ævintýri |
Fjöldi þátta | 332 (25 mín.) |
Útgáfuár | 1999 til 2012 |
Lykilmenn | Akiyoshi Hongo |
Myndver | Toei Animation |
Adventure
breytaDigimon Adventure (Digimon Ævintýri) er nafn fyrstu seríunnar sem gerð var um Digimon. Hún inniheldur 54 þætti og var sá fyrsti sýndur 7. Mars 1999 á Fuji TV. Serían átti í byrjuninni erfitt, þó varð hún mjög vinsæl eftir nokkurn tíma.
Sagan fjallar um sjö krakka, sem lenda í gagnaheiminum og þurfa þar að berjast við myrkraöflin með hjálp digimonanna.
Zero Two
breytaDigimon Adventure 02 er önnur serían. Hún tekur við þremur árum eftir fyrstu seríunni og gerist á árinu 2002. Fyrsti þátturinn var sýndur 2. apríl 2000 á Fuji TV.
Þremur árum eftir atvikunum í Odaiba er stafræni heimurinn í hættu á ný. Svokallaður Digimona Keisari hefur byrjað að undiroka gagnaheiminn. Ný útvalin börn þurfa að fara þangað til að bjarga honum.
Tamers
breytaDigimon Tamers er óháð fyrstu tveimur seríunum. Hún var frumsýnd 1. apríl 2001.
Nokkrir krakkar, sem eru miklir digimonaaðdáendur, komast að því að digimonar eru til í raun og veru. Þeir fá digimona sem félaga og ala þá upp. En hver þeirra hefur aðra hugmynd um tilgang digimona og hvernig á að ala þá upp.
Frontier
breytaDigimon Frontier er nafn fjórðu seríunar og er hún óháð og mjög ólík hinum seríunum. Hún hefur fimmtíu þætti og var sá fyrsti sýndur 7. apríl 2002 á Fuji TV.
Nokkrir krakkar komast í stafræna heiminn og finna digisálir hinna tíu fornu kappana, sem leyfa þeim að breytast í digimona.
Savers
breytaDigimon Savers er fimmta serían og er óháð hinum seríunum. Fyrsti þátturinn var sýndur á Fuji TV 2. apríl 2006. Á ensku heitir serían Digimon Data Squad. Serían er tilraun Toei til að ná til upprunalegu áhorfendur seríunnarinnar. Þess vegna eru aðalpersónurnar eldri enn í undanförnum seríum.
Nokkrir unglingar, sem hafa komist í samband við digimona, eru ráðnir í starf hjá DATS, stofnun sem reynir að koma í veg fyrir því að digimonar komast á jörðina.
Xros Wars
breytaEftir margra ára bið kom 6. júlí 2010 loks sjötta serían út og var sýnd í TV Asahi. Henni er skipt í tvo hluti og heitit sá fyrri einfaldlega Digimon Xros Wars (Digimon Krossastríðin). Seinni hlutinn, sem byrjar á 31. þættinum, ber heitið The Evil Death Generals and the Seven Kingdoms eða Illu dauðaliðsforingjarnir og konungsríkin sjö. Enski titillinn á seríunni er Digimon Fusion.
Eins og í undanförnum seríum komast nokkrir krakkar í gagnaheiminn til þess að bjarga honum fra myrkri og tortímingu. En að þessu sinni verða digimonarnir að sameinast í einn líkama, til þess að að þróast á hærra stig.
Boy Hunters
breytaByrjað að sýna 2. október 2011 á TV Asahi, Digimon Xros Wars: The Boy Hunters Who Leapt Through Time er framhald af Xros Wars og má deila um hvort það sé bara þriðji hluti þessarar seríu, því að hún hefur einungis 25 þætti, meðan allar hinar seríurnar hafa u.þ.b. 50 þætti. Hins vegar er búið að skipta um aðalpersónuna og tími líður á milli seríanna, því má segja að um nýju seríu sé að ræða, eins og það var með Adventure og Zero Two.
Tengt efni
breytaYtri tenglar
breyta- Digimon.Channel.or.jp Geymt 17 desember 2008 í Wayback Machine - Japanska Bandai Digimon vefsíðan
- DigimonCcg.com - Bandaríska Bandai Digimon vefsíðan