Revival of the Ancient Digimon

Kodai Dejimon Fukkatsu er kvikmynd í fjórðu þáttaröð Digimon. Hún var frumsýnd 20. júlí 2002.

Söguþráður breyta

Krakkarnir lenda í bardaga milli mannalíkum digimonum og skepnulíkum digimonum og tína hvert öðru. Takuya, Junpei, Tomoki, Bokomon og Neemon lenda hjá mannalíkum digimonunum, en Kouji og Izumi lenda í þorpi skepnulíka digimonanna. Bæði þorpin eru í stríði við hvert öðru og ýta leiðtogar þeirra, d'Arcmon og Hippo Gryphomon, stríðið mjög hart áfram. Meðan krakkarnir eru þar er ráðist á bæði þorpin og þurfa þau verða vitni um hörmung þessara bardaga. Takuya og hópur hans hitta Kotemon og leiðir hann þau til Kouji og Izumi sem hittu Bearmon. Í ljós kemur að Kotemon og Bearmon eru vinir þó að eldri digimonarnir banna það. Þeir leiða börnin að gömlu hellisbyggingu, þar sem mynd af stórum fugli, Ornismon, sést. Einnig eru áletranir á veggjunum sem Bokomon reynir að lesa. En veggurinn er gamall og hefur stór hluti þess hrunið til jarðar. Þegar hópurinn er kominn úr hellinum ráðast þar nokkrir digimonar á hvort annan. Takuya breytist í Agnimon, sem er mannalíkur og Kouji í Garmmon, sem er skepnulíkur til að stöðva þau. Þau hætta að berjast og mannalíkir digimonarnir taka Kotemon og skepnulíkir digimonarnir taka Bearmon með sér og banna þeim að hittast aftur.

Um nóttu til hefst annar bardagi og er Takuya í mannalíkum hernum en Kouji í skepnulíkum hernum. Orrustan reynist mjög hörð og hryggjast strákarnir tveir af grimmd hennar. Takuya breytist í Vritramon, sem er skepnulíkur digimoni og Kouji í Wolfmon sem er mannalíkur, til mikillar furða báða herja og reyna að stöðva átökin. Á meðan á þessu stendur eru Kotemon, Bearmon, Izumi, Junpei og Tomoki í hellinum og reyna að púsla vegginn saman. Þannig komast þau að því að Ornismon er ekki guð heldur frekar ári, er var sigraður af fornum digimonunum Ancient Greymon og Ancient Garurumon. Þó vantar einn hluti af veggnum og leggja Izumi og Junpei af stað að finna hann. Nálægt orrustuvellinum vitna þau hvernig d'Arcmon breytist í Hippo Gryphomon, sem þýðir að leiðtogar báða liða er sama persónan. Izumi breytist í Fairymon og Junpei í Blitzmon til að skíra digimonunum frá því, er þau höfðu séð. Nú, þegar allir vita sannleikann, skírir d'Arcmon frá áætlun sinni: Að nota digiegg látna digimonanna til að safna nógu miklu afli til að geta endurreist ára digimonann, Ornismon. Áður en hægt væri að stöðva hann hefur hann þegar vakið upp þann fugl, breyttist sjálfur í Murmuxmon og gerðist kappi þessa ógurlegu skepnu. Tomoki breytist í Chakkumon og reyna krakkarnir fimm að stöðva ára parið án árangurs. En þegar Ornismon banar Kotemon lifga harmakvein Bearmons Ancient Greymon og Ancient Garurumon við. Með hjálp digimonanna úr báðum liðum tekst krökkunum að sigra Murmuxmon. Og Ancient Greymon og Ancient Garurumon tortíma fuglinum enn á ný. Þegar bardaganum er lokið ríkur friður milli mannalíka og skepnulíka digimonanna.

Persónur breyta

Tengt efni breyta

Tenglar breyta