Aulinn ég
Aulinn ég (enska: Despicable Me) er bandarísk tölvuteiknuð þrívídddarteiknimynd frá árinu 2010. Þrjár framhaldsmyndir hafa verið gerðar: Aulinn ég 2, Aulinn ég 3 og Minions.
Aulinn ég | |
---|---|
Despicable Me | |
Leikstjóri | Pierre Coffin Chris Renaud |
Handritshöfundur | Cinco Paul Ken Daurio |
Framleiðandi | Chris Meledandri John Cohen Janet Healy |
Leikarar | Steve Carell Jason Siegel Russell Brand Kristen Wiig Miranda Cosgrove Will Arnett Julie Andrews |
Klipping | Pam Ziegenhagen Gregory Perler |
Tónlist | Heitor Pereira Pharrell Williams |
Frumsýning | 9. júlí 2010 3. september 2010 |
Lengd | 95 mínútur |
Land | Bandaríkin |
Tungumál | Enska |
Ráðstöfunarfé | 69 milljónir USD |
Heildartekjur | 543.1 milljónir USD |
Framhald | Aulinn ég 2 |
Efni myndarinnar
breytaÍ myndinni segir frá ofurbófanum Gru og særðu stolti hans þegar Vektor, áður óþekktur ofurbófi, stelur Giza pýramídanum. Gru einsetur sér að gera betur og ætlar að stela tunglinu því hann langaði til að verða geimfari í bernsku en móðir hans Marlena kæfði þá slíka drauma. Gru leitar til illskubankans um fjármögnun á tunglstuldi og forseti bankans hrífst af áætlun hans og lofar fjármögnun svo fremi sem Gru sé búinn að útvega sér hina nauðsynlegu minnkunargeisla til að minnka tunglið. Gru og fylgismenn hans, sem eru litlar gular verur, stela minnkunargeisla frá leyndum stað í Asíu en Vektor stelur stelur honum strax frá þeim. Gru hyggur á hefndir og að ná aftur geislanum en Vektor heldur til í rammgerðri bækistöð sem Gru kemst ekki að.
Gru tekur eftir að þrjár munaðarlausar systur (Margo, Edith og Agnes) komast um allt og inn í bækistöðina til að selja Vektor smákökur. Gru þykist vera tannlæknir og fer á munaðarleysingjahælið og ættleiðir allar stúlkurnar með það í huga að nota þær til að komast inn í bækistöð Vektors til að fá minnkunargeislann aftur. Uppeldi Grus á stelpunum gengur brösullega en um síðir komast Gru og stelpurnar inn í bækistöð Vektors og Gru tekst að stela smækkunargeislanum. Hann fer svo með stelpurnar í skemmtigarð. Forseti illskubankans vill hins vegar ekki lána Gru þó hann sé nú búinn að fá geislann en leikar fara svo að Gru stelur tunglinu, Vektor stelur stelpunum og vill tunglið sem lausnargjald fyrir þær. Hann fær tunglið en leggur á flótta með bæði tunglið og stelpurnar. En það kemur í ljós að minnkunargeislinn virkar eingöngu í skamman tíma og því stærri hlutur sem er minnkaður þeim mun skemmri tíma virkar hann. Tunglið þenst út í skipi Vektors og gulu kallarnir bjarga stelpunum í sömu mund og tunglið springur út og hoppar aftur út í geim með ofurbófann Vektor í bandi. Gru endurættleiðir stelpurnar og kemur fram við þær eins og eigin dætur og les fyrir þær kvöldsögu um ævintýri sín. Myndin endar á ballettsýningu þar sem stelpurnar dansa ballett fyrir Gru, Marlenu, Dr. Nefario og minion-kallana.