Saur

(Endurbeint frá Della)

Saur (hægðir eða saurindi) er úrgangur úr meltingarfærum dýra. Á lokastigi meltingar eða við saurlát fara hægðir út um endaþarmsop. Saurinn getur skipt miklu máli í heimi dýranna, en sum þeirra nota hann til afmörkunar óðals. Einnig er dýrasaur mikilvægur í lífi sumra plantna þar sem fræ þeirra berast með saurnum eftir að dýrið hefur saurlát og hjálpar þannig plöntunni að dreifa fræjum sínum. Þegar saurinn kemur undir bert loft losna ýmis gös, t.d. brennisteinsvetni, sem varð til vegna gerlavirkni í meltingu og stafar af því óþefur.

Hrossaskítur

Salerni og bleyjur

breyta

Fullorðnir hægja sér oftast í klósett, en börn yngri en þriggja ára hafa oftast bleyjur til að safna þvagi og saur.

Orð um saur dýra

breyta

Saur hesta nefnist hrossaskítur (eða hestaskítur), hrossagaddur, hrossatað eða bara tað (sbr. hestar teðja). Frosinn hrossaskítur er stundum nefndur gaddur eingöngu. Saur kúa nefnist kúaskítur, kúadella (eða kúadilla), kúaklessa eða della ef um stakan skít er að ræða, en annars mykja. Saur sauðfénaðar nefnist spörð ef nokkrar saurkúlur eru saman en annars tað. Orðið tað er einnig haft um klíning, þ.e. þurrkaðan kindaskít, sem áður fyrr var mikið notaður sem eldiviður og til reykingar, stundum einnig nefndur skán. Orðið drit (eða fugladrit) er haft um skít fugla. Skítur dýra er einnig í mörgum tilfellum kenndur við dýrið sjálft, sbr. hundaskítur, hænsnaskítur, kattaskítur, mannaskítur o.s.frv. Saur húsdýra er víða notaður sem áburður, t.d. hrossatað og kúamykja.

Tengt efni

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.