Eykt
Eykt er heiti á tímalengd, sem er einn áttundi hluti sólarhringsins eða því sem næst þrjár klukkustundir hver. Eyktarmörk eru þegar ein eykt endar og sú næsta byrjar. Eyktarmörkin gengu undir ákveðnum heitum og voru helstu tímaviðmiðanir í daglegu tali.
Eyktarmörkin hétu
breyta- miðnætti (kl. 24=0)
- ótta (kl. 3)
- miður morgunn eða rismál (kl. 6)
- dagmál (kl. 9)
- hádegi (kl. 12)
- nón (kl. 15)
- miður aftann (eða miðaftann) (kl. 18)
- náttmál (kl. 21).
Einnig var orðið eyktamark haft um viðmiðunarstaði, svo sem fjallatoppa, hóla eða hæðir eða jafnvel hlaðnar vörður, sem sólina bar í séð frá ákveðnum bæ, á tilteknum tíma. Algengt var að slíkir staðir hétu eftir eyktamörkunum, svo sem eins og Nónvarða, Hádegishnúkur eða eitthvað slíkt.