Dagfinn Høybråten

Dagfinn Høybråten (fæddur 2. desember 1957) er norskur stjórnmálamaður og meðlimur í Kristilega þjóðarflokknum.

Dagfinn Høybråten

Høybråten var heilbrigðisráðherra Noregs 1997-2000 og 2001-2004. Hann var atvinnu- og félagsmálaráðherra 2004-2006. Árið 2004 var hann kosinn formaður Kristilega þjóðarflokksins. 1. janúar 2007 tók hann við sem forseti Norðurlandaráðs.

Dagfinn Høybråten tók við embætti framkvæmdastóra Norrænu ráðherranefndarinnar 2013.

Sem ráðherra varð Høybråten einkum þekktur fyrir baráttu sína gegn tóbaksreykingum. Hún endaði með því árið 2004 að sett voru ný lög um reykingar sem á þeim tíma voru þau ströngustu á Norðurlöndum.

Tenglar

breyta