Clan Moccia er elsti, stærsti og burðugasti glæpahópurinn í "Camorra" í Napolí og starfar í norð-austur hlutanum í borginni. Hópurinn starfar ennfremur í kringum Róm.

Hópurinn er nefndur eftir Gennaro Moccia sem var skotinn til bana í maí 1976, að líkum lætur af öðrum glæpahópum í borginni, nánar til tekið hópum kenndum við Giubliano og Magliulo, en þessum átökum lauk með því að Clan Moccia hafði betur og tók yfir svæði þeirra í hverfinu Afragola og þar í kring.

Þegar Gennaro Moccia deir tekur konan hans Anna Mazza við hans hlutverki og er hún fyrsta konan á Ítalíu til að fara fyrir glæpahóp og vera dæmd fyrir slíkt.

Árið 2009 fór í dreifingu þar með talið á Íslandi myndband sem sýnir mann með derhúfu í lítilli búð, með bláan kæliskáp fyrir aftan sig skjóta niður annann í búðinni (L'omicidio Bacioterracino). Sá sem fyrir varð hét Mariano Bacioterracino og var einmitt einn áætlaðra skotmanna sem réð fyrrnefndan Gennaro af dögum. Hafði hann verið fundin sekur á fyrsta dómstigi en sýknaður á æðra fyrir einmitt það morð. Aðrir sem sagðir vora þáttakendur í árásinni (á Gennaro) voru þegar "farnir að synda með fiskunum" fyrir tilstilli hópsins.