Digurkrókar

(Endurbeint frá Cladonia turgida)

Digurkrókar (fræðiheiti:Cladonia turgida) er flétta af bikarfléttuætt sem finnst meðal annars á Íslandi.

Digurkrókar
Þurrkað hreistur digurkróka úr safni.
Þurrkað hreistur digurkróka úr safni.
Ástand stofns
Ekki metið
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Diskfléttubálkur (Lecanorales)
Ætt: Bikarfléttuætt (Cladoniaceae)
Ættkvísl: Bikarfléttur (Cladonia)
Tegund:
Digurkrókar (Cladonia turgida)

Tvínefni
Cladonia turgida
Hoffm.[1]

Útlit og búsvæði breyta

Digurkrókar eru hreisturkennd flétta sem myndar stóra bleðla, allt að 1 x 2,5 cm að stærð. Grágrænar eða gulgreinar, stundum lítið eitt bleikar, lítt greindar þalgreinar vaxa upp af jarðhreistrinu. Yfirborð þeirra er vörtótt, ýmist slétt eða rifjótt. Askhirslur þekkjast ekki á digurkrókum á Íslandi en annars staðar eru þær dökkbrúnar eða svartleitar á endum þalgreinanna.[2] Best er að þekkja digurkrókana frá öðrum bikarfléttum á stóru jarðhreistrinu og á því hver þalgreinarnar eru digrar, eða milli 2 og 5 mm breiðar.[2]

Digurkróakar vaxa á grónum jarðvegi, oftast til fjalla eða á snjóþungum svæðum. Þeir eru sérlega algengir á norðanverðu landinu en finnast víða annars staðar.[2] Digurkrókar finnast meðal annars í Þjórsárverum og á Arnarfelli hinu mikla.[3]

Efnafræði breyta

Digurkrókar innihalda atranórin og fúmarprótócetrarsýru þótt stundum sé lítið af henni til staðar.[2]

Þalsvörun digurkróka er K+ gul, C-, KC- og P+ gulrauð.

Tilvísanir breyta

  1. Hörður Kristinsson & Starri Heiðmarsson (2009). Skrá yfir fléttur á Íslandi. Sótt af vefsvæði Flóru Íslands.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  3. Hörður Kristinsson (1975). The vegetation of Þjórsárvel, Central Iceland. 1. The lichens. Acta Botanica Islandica, 3, 21-35.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.