Bikarfléttuætt

(Endurbeint frá Cladoniaceae)

Bikarfléttuætt (fræðiheiti: Cladoniaceae) er ætt fléttna sem innihélt 570 tegundir árið 2008.[2] Fulltrúar tveggja ættkvísla bikarfléttuættar finnast á Íslandi. Af ættkvíslinni Cladonia finnast 56 tegundir á Íslandi en af ættkvíslinni Pilophorus finnast tvær tegundir.[1]

Bikarfléttuætt
Hreisturbroddar (Cladonia bellidiflora) eru af bikarfléttuætt og finnast á Íslandi.[1] Hér sést bleðlótt þal fléttunnar og upp af því vex runnkennd vaxtarform.
Hreisturbroddar (Cladonia bellidiflora) eru af bikarfléttuætt og finnast á Íslandi.[1] Hér sést bleðlótt þal fléttunnar og upp af því vex runnkennd vaxtarform.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Diskfléttubálkur (Lecanorales)
Ætt: Bikarfléttuætt (Cladoniaceae)
Zenker (1827)
Ættkvíslir

Calathaspis
Carassea
Cetradonia
Cladia
Cladonia
Gymnoderma
Heterodea
Heteromyces
Metus
Myelorrhiza
Notocladonia
Pilophorus
Pycnothelia
Sphaerophoropsis
Squamella
Thysanothecium

Tegundir af bikarfléttuætt hafa blaðkennt eða hreisturkennt frumþal. Upp af frumþalinu vex runnlaga greinótt þal sem endar í bikörum, oddum eða greinast frekar.

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  2. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2018). Cladoniaceae. Geymt 7 apríl 2019 í Wayback Machine Sótt þann 7. apríl 2019.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.