Grákrókar
Grákrókar[1] (fræðiheiti: Cladonia rangiferina) eru tegund fléttna af bikarfléttuætt. Grákrókar eru algengir á Íslandi og eru ein þeirra fléttutegunda sem eru í daglegu tali kallaðar hreindýramosi.
Grákrókar | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Grákrókar í Bandaríkjunum.
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Cladonia rangiferina |
Lýsing
breytaÁ vefsvæði flóru Íslands er grákrókum þannig lýst: "Þal grákrókanna er runnkennt og marggreint, oft þrjár til fjórar greinar á greinamótum, greinaxlir opnar, greinar 1-1,5 mm þykkar, sívalar, holar, gráar, blágráar eða stundum brúnleitar með fjólubláum blæ, greinendar oft sveigðir til einnar hliðar, brúnleitir í toppinn. Yfirborð greinanna er lítið eitt floskennt, án greinilegs barkarlags, þyrpingar þörunga oft sýnilegar utan frá og mynda ofurlítið vörtótt yfirborð neðan til á þalgreinunum. Hreistrur sjást aldrei á grákrókum. Askhirzlur eru endastæðar á greinunum, smáar, um 0,2-0,6 mm í þvermál, brúnar, kúptar."[1]
Eins og nafnið bendir til eru grákrókar gráir að lit, oft með brún eða fjólublá litbrigði.[1]
Útbreiðsla og búsvæði
breytaGrákrókar eru algengir um allt land, að undanskildum sandauðnum miðhálendisins, þar sem þeir vaxa á þúfum í mólendi. Þeir finnast innan um hreindýrakróka en þó nær alltaf í minna mæli en þeir.[1]
Efnafræði
breytaGrákrókar innihalda atranórin og fumarprotocetrarsýru. Ólíkt hreindýrakrókum, innihalda grákrókar ekki úsninsýru sem gefur hreindýrakrókum gulleitan blæ.[1]
Þalsvörun grákróka er K+ gul, C-, KC- og P+ gulrauð.[1] K-, C-, KC+ gul, P+
Myndir
breyta-
Grákrókar (grá-bláleitir) í sínu dæmigerða mólendisbúsvæði nærri Reykjahlíð við Mývatn.
-
Askhirslur grákróka eru smáar, brúnar og kúptar.
-
Grákrókar hafa komið sér fyrir í frostsprungu á Grænlandi.
-
Grákrókar geta sett svip sinn á haustlitina með sínum hvítgráa lit sem dregur fram dekkri liti.
-
Litaðir grákrókar eru notaðir sem skrautmunir, hljóðdeyfar og sem gervitré í smáum líkönum.
-
Litaðir grákrókar eru látnir líkja eftir skógi.