Chuck (sjónvarpsþáttur) (1. þáttaröð)
Chuck er bandarískur hasar- og gamanþáttur. Sýningar á fyrstu þáttaröðinni þáttaröðinni hófst þann 24. september 2007 og þeim lauk 21. janúar 2008. Þættirnir voru 13 og er hver þeirra um 42 mín. að lengd. Upphaflega átti að hinna þáttanna.framleiða fleiri þætti en rithöfundaverkfallið í Bandaríkjunum 2007-2008 stöðvaði framleiðslu
Aðalhlutverk
breyta- Zachary Levi sem Charles "Chuck" Bartowski
- Yvonne Strahovski sem Sarah Walker, CIA-fulltrúi
- Joshua Gomez sem Morgan Grimes
- Sarah Lancaster sem Dr. Eleanor "Ellie" Bartowski
- Adam Baldwin sem John Casey majór, NSA-fulltrúi
Aukahlutverk
breyta- Tony Todd sem Langston Graham, forstjóri CIA
- Bonita Friedericy sem Diane Beckman hershöfðingi
- Ryan McPartlin sem Dr. Devon "Captain Awesome" Woodcomb
- Mark Christopher Lawrence sem Michael "Big Mike" Tucker
- Julia Ling sem Anna Wu
- Vik Sahay sem Lester Patel
- Scott Krinsky sem Jeffrey "Jeff" Barnes
- C.S. Lee sem Harold Tiberius "Harry" Tang
- Matthew Bomer sem Bryce Larkin, CIA-fulltrúi
Þættir
breytaTitill | Sýnt í U.S.A. | # | ||
---|---|---|---|---|
Chuck Versus the Intersect | 24. september 2007 | 1 – 101 | ||
Chuck Bartowski er 26 ára tölvunörd sem býr hjá systur sinni í Burbank og vinnur í Buy More-raftækjaversluninni. Líf Chucks breytist skyndilega þegar herbergisfélagi hans úr Stanford, Bryce Larkin, sendir honum tölvupóst með Intersect-tölvunni, sem inniheldur hættulegustu leyndarmál Bandaríkjanna, hleðst tölvan í heilann á honum. CIA og NSA senda fulltrúana Söruh Walker og John Casey til vernda Chuck og nýta upplýsingarnar sem Chuck man í gegnum svokölluð "gagnaleiftur". Chuck er bannað segja besta vini sínum og systur frá þessu. Höfundar: Josh Schwartz & Chris Fedak, Leikstjóri: McG | ||||
Chuck Versus the Helicopter | 1. október 2007 | 2 – 102 | ||
NSA og CIA ráða Dr. Zarnow, sérfræðing um Intersect-tölvuna, til að ná leyndarmálunum úr Chuck. En þegar læknirinn er myrtur veit Chuck ekki hvort hann geti treyst Söruh eða Casey. Höfundar: Josh Schwartz & Chris Fedak, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill | ||||
Chuck Versus the Tango | 8. október 2007 | 3 – 103 | ||
Chuck er neyddur í sína fyrstu sendiför: fanga stórhættulega vopnasalan La Ciudad á listasýningu. Á meðan þarf Chuck að keppa við Harry Tang um stöðu sem aðstoðarverslunarstjór Buy More. Höfundur: Matthew Miller, Leikstjóri: Jason Ensler | ||||
Chuck Versus the Wookie | 15. október 2007 | 4 – 104 | ||
Gömul vinkonu Söruh, Carina Miller, sem vinnur fyrir fíkniefnalögregluna fær Söruh, Chuck og Casey að hjálpa sér. Chuck kemst að því að Sarah var í ástarsambandi með Bryce. Höfundur: Allison Adler, Leikstjóri: Allan Kroeker | ||||
Chuck Versus the Sizzling Shrimp | 22. október 2007 | 5 – 105 | ||
Chuck reynir að hjálpa kínverskum njósnara að nafni Mei-Ling Cho að bjarga bróður sínum sem var rænt af kínversku mafíunni. Á meðan reynir Chuck að standa við loforð sín: hjálpa Morgan að vinna í sölukeppninni í Buy More og að mæta í mæðradagskvöldverð hjá Ellie. Höfundur: Scott Rosenbaum, Leikstjóri: David Solomon | ||||
Chuck Versus the Sandworm | 29. október 2007 | 6 – 106 | ||
Þegar vopnahönnuðurinn Lazlo Manhovski sleppur úr neðanjarðarbyrginu sem hann var fangi í yfir 10 ár sýnir Chuck samúð með honum og reynir að hjálpa honum. Á meðan reynir Morgan að hjálpa Chuck að fá starf sem aðstoðarverslunarstjóri. Höfundur: Phil Klemmer, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill | ||||
Chuck Versus the Alma Mater | 5. nóvember 2007 | 7 – 107 | ||
Þegar íslenskur launmorðingi reynir að myrða gamlan háskólaprófessor Chucks neyðsit hann að fara aftur til Stanford. Morgan og hitt Buy More-starfsfólkið reynir að berjast gegn harðstjórn Harrys Tang. Höfundur: Anne Cofell Saunders, Leikstjóri: Patrick Norris | ||||
Chuck Versus the Truth“ | 12. nóvember 2007 | 8 – 108 | ||
Þegar að Ellie er brylað sannleikslyfseitur reynir Chuck allt sem hann getur til að bjarga henni. Á meðan fellur Chuck fyrir kokkinum Lou (Rachel Bilson). Höfundur: Allison Adler, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill | ||||
Chuck Versus the Imported Hard Salami | 19. nóvember 2007 | 9 – 109 | ||
Chuck byrjar í sambandi með Lou en þegar hann kemst að því að fyrrverandi kærasti hennar er hættulegur smyglari neyðist hann að nota hana til að ná honum. Höfundar: Scott Rosenbaum & Matthew Miller, Leikstjóri: Jason Ensler | ||||
Chuck Versus the Nemesis | 26. nóvember 2007 | 10 – 110 | ||
Þegar Bryce finnst lifandi vill hann bara tala við Chuck. Bryce segir Chuck og Söruh sannleikann um hvers vegna hann sendi Chuck Intersect-tölvuna og varar þau við óvinanjósnadeildinni Fulcrum. Á meðan undirbýr Big Mike Buy More-liðið fyrir stærsta söludag ársins: svarta föstudag. Höfundur: Chris Fedak, Leikstjóri: Allison Liddi-Brown | ||||
Chuck Versus the Crown Vic | 3. desember 2007 | 11 – 111 | ||
Þegar Chuck kemst að því að miljónamæringar falsar peninga verða hann og Sarah að ná honum en það gæti verið erfitt því að koma Bryce hefur breytt sambandi þeirra. Höfundur: Zev Borrow, Leikstjóri: Chris Fisher | ||||
Chuck Versus the Undercover Lover | 21. janúar 2008 | 12 – 112 | ||
Þegar Chuck kemst að því að gömul kærasta Caseys er á lífi reynir hann að hjálpa honum að ná henni aftur. Höfundur: Phil Klemmer, Leikstjóri: Fred Toye | ||||
Chuck Versus the Marlin | 21. janúar 2008 | 13 – 113 | ||
Casey og Sarah finna Fulcrum hlerunarbúnað sem merkir að Fulcrum veit að Chuck er Intersect-tölvan. Vandamálið er að hlerunarbúnaðurinn er inn í uppstoppaða fisknum hans Big Mikes sem hefur verið stolið ásamt öllum vörunum í Buy More-verslunni. Chuck, Sarah og Casey hafa sólahring að finna búnaðinn áður en að Chuck er stungið í neðanjarðarbyrgi. Höfundur: Matthew Lau, Leikstjóri: Allan Kroeker |