Sarah Lancaster
Sarah Beth Lancaster (fædd 12. febrúar 1980) er bandarísk leikkona. Hún er þekkt fyrir hlutverk sín sem Rachel í Saved By The Bell: New Class og sem Madison Kellner í Everwood. Hún var einnig gestaleikari í Scrubs sem Lisa-í-gjafabúðinni sem JD var hrifinn af — hún lék einnig Marjorie í What About Brian. Árið 2005 lék hún í sjónvarpsmyndinni Living With the Enemy með Mark Humphrey.
Sarah Lancaster | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Sarah Beth Lancaster 12. febrúar 1980 |
Helstu hlutverk | |
Rachel í Saved By the Bell: New Class Madison Kellner í Everwood Ellie Bartowski-Woodcomb í Chuck. |
Frá 2007-2012 lék Lancaster aukahlutverk í þáttaröðinni Chuck sem Dr. Eleanor „Ellie“ Bartowski-Woodcomb.
Æviágrip
breytaSarah var fædd og uppalin í Overland Park í Kansas með yngri bríður sínum Daniel og foreldrunum Barböru og Michael sem voru húsmóðir og fasteignasali. Starf Michaels flutti þau svo til Mission Viejo í Kaliforníu þar sem Sarah tók tíma í kvikmynda- og sjónvarpsleik hjá R.J. Adams.
Hæfileikar Söruh redduðu henni umboðsmanni sem hjálpaði 13 ára Söruh að landa hlutverki Rachel í Saved by the Bell: The New Class árið 1993. Á þessum tíma var henni kennt á tökustað og tók hún tíma í háskóla Kaliforníu til þess að flýta útskrift sinni úr menntaskóla. Eftir útskrift flutti hún til Los Angeles til að láta reyna á leiklistarferilinn.
Sarah landaði gestahlutverkunum í þáttum eins og: Sabrinu - unglinsnorninni, Vík Milli Vina (Dawson's Creek), That '70s Show, Scrubs og CSI: Crime Scene Investigation. Hún fékk einnig aukahlutverk í þáttunum Everwood (sem Madison Kellner sem Ephram verður hrifinn af) og Boston Public.
Lancaster lék einnig afbrýðissama kærustu sem verður raðmorðingi í kvikmyndinni Lovers Lane.
Ýmis fróðleikur um Söruh Lancaster
breytaAðrir hæfileikar Söruh eru meðal annars átta ára þjálfun í djass- og funk-dansi.
Sarah er ekkert skyld leikaranum Burt Lancaster en hún viðurkennir að hafa verið oft spurð um þetta.
Hún segir að eftir að hafa alist upp í Kansas hafi hún orðið aðdáandi Jayhawks-körfuboltaliðsins. Lancaster segir að henni hafi alltaf verið alveg sama um fótboltaliðið en hún hafi gerst aðdáandi árið 2008.
Hún segist hafa tattú en viðurkennir að vera of feimin til þess að segja hvar það er.
Heimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Sarah Lancaster“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2009.