Chuck versus the Intersect (Pilot)

Chuck versus the Intersect (ísl. Chuck gegn Intersect-tölvunni) er fyrsti þátturinn í bandarísku hasar-grín þáttaröðinni Chuck. Þátturinn var saminn af Josh Schwartz og Chris Fedak og McG leikstýrði honum.

Söguþráður breyta

Þátturinn byrjar með því að Charles „Chuck“ Bartowski (Zachary Levi) reynir flýja frá afmælisveislunni sinni með besta vini sínum Morgan Grimes (Joshua Gomez). Systir hans og læknir Eleanor „Ellie“ Bartowski (Sarah Lancaster) kemur að þeim og rekur Morgan heim og vonast til þess að Chuck byrji með einhverjum vinkonum sínum en Chuck klúðrar því með því að tala of mikið um gömlu kærustuna sína frá Stanford-háskólanum, Jill Roberts, sem yfirgaf hann fyrir herbergisfélaga hans Bryce Larkin (Matthew Bomer). Bryce kenndi Chuck um að hafa svindlað á prófi sem varð til þess að Chuck var rekinn úr Stanford.

Við komumst svo að því að Bryce er njósnari fyrir CIA og hefur brotist inn í gagnagrunnshvelfingu NSA og ræsir Intersect-tölvuna sem inniheldur öll gögn og leyndarmál bandarísku leyniþjónustanna í gegnum dulkóðaðar myndir. Bryce halar niður upplýsingunum og eyðleggur Intersect-tölvuna. Bryce tekst næstum því að sleppa en er skotinn af NSA-fulltrúanum John Casey majór (Adam Baldwin). Áður en Bryce deyr sendir hann gögnin til Chuck í tölvupósti. Chuck opnar póstinn og horfir á allar myndirnar frá miðnættis til morguns og rotast svo.

NSA ræður Casey til að finna Chuck og komast að því hvernig hann þekkir Bryce (hvort hann sé hryðjuverkamaður). Þegar Chuck vaknar er hann með ótrúlegan höfuðverk en fer samt í vinnuna sína í Nerd Herd-viðgerðadeild Buy More-raftækjabúðarinnar ásamt Morgan, sem er sölumaður þar, og hinu Nerd Herd-genginu Anna Wu (Julia Ling), Lester Patel (Vik Sahay) og Jeffrey „Jeff“ Barnes (Scott Krinsky). Þegar Chuck heyrir um NATO-herforingja í fréttunum veit Chuck allt í einu alla fararskrá hans í Burbank. Seinna kynnist Chuck Sarah Walker (Yvonne Strahovski) sem fær Chuck til að gera við símann sinn og látur hann fá símanúmerið sitt. Þegar Chuck kemur heim til sín (ásamt Morgan) kemur hann að innbrotsþjófi að reyna stela tölvunni sinni og reynir að stöðva hann en þjófurinn er snöggur að fella Chuck niður með kung fu-brögðum en í bardagnum eyðileggst tölvan og þjófurinn flýr. Þegar þjófurinn tekur af sér grímuna kemur í ljós að þetta var Sarah.

Næsta morgunn fer Chuck í LargeMart-verslunina til að kaupa nýja lása. Þegar Chuck sér einn viðskiptavininn veit skyndilega að hann er serbískur sprengjusérfræðingur. Chuck verður skelkaður og hleypur í burtu frá honum. Sarah bíður fyrir utan Buy More og það kemur í ljós að hún er CIA-fulltrúi og segir yfirmanni sínum, Langston Graham (Tony Todd), að hún vilji komast að því hvort Chuck sé með aukaeintak af harðdisknum úr tölvunni. Hún fer í Buy More og spyr Chuck hvort hann sé upptekinn og þau ákveða að fara á stefnumót. Ellie og kærastinn hennar Dr. Devon „Captain Awesome“ Woodcomb (Ryan McPartlin) verða ánægð yfir stefnumótinu og hjálpa honum að undirbúa sig.

Chuck fer með Söruh út að borða á mexíkönskum veitingastað og fara svo á dansklúbb. Casey og menn hans elta þau þangað og hann segir þeim að drepa Söruh og handsama Chuck. Sarah kemur auga á þá og tekst að rota þá með danshreyfingum án þess Chuck sjái til. Þegar Sarah sér Casey flýr hún með Chuck og keyrir með hann í burtu á Nerd Herd-bílnum. Casey klessir hann og þau reyna að flýja upp á þyrlupall en Casey króar þau af. Sarah segir Chuck að Bryce sé CIA-spæjari sem hefur framið landráð og segir honum að myndirnar í tölvupóstinum voru dulkóðaðar með leyndarmálum. Chuck reynir að flýja en kemur auga á hótel og veit skyndilega að serbíski sprengjusérfræðingurinn ætlar að myrða NATO-herforingjann á hótelinu. Sarah og Casey komast að því að allar upplýsingar Intersect-tölvunnar hafa hlaðist upp í heilann á Chuck og nú getur hann munað öll leyndarmálin. Chuck leiðir Söruh og Casey í gegnum hótelið og hjálpar þeim að aftengja sprengjuna.

Sarah og Casey rífast um hvor eigi að handsama hann, CIA eða NSA. Sarah vill helst ekki að Chuck verð sendur til Washington vegna þess að þau vita ekki hvernig Chuck getur munað leyndarmálin (aðallega vill hún það ekki vegna þess að henni líkar við Chuck). Yfirmenn þeirra leyfa Chuck að lifa lífinu sínu áfram en má ekkert segja fjölskyldu sinni eða vinum. Sarah og Casey eiga að vernda hann og taka sér dulargervastörf til að vera nálægt honum: Sarah verður „kærasta“ Chucks og vinnur á skyndibitastaðnum Wienerlicious og Casey tekur starf sem sölumaður hjá Buy More.