Zachary Levi
Zachary Levi (fæddur 29. september 1980) er bandarískur sjónvarpsleikari og er þekktur fyrir hlutverk sín sem Kipp Steadman í Less than Perfect og sem Chuck Bartowski í Chuck.
Zachary Levi | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Zachary Levy Pugh 29. september 1980 |
Helstu hlutverk | |
Chuck Bartowski í Chuck |
Æska
breytaLevi fæddist sem Zachary Levi Pugh í Lake Charles í Loisiana og er miðjubarn en hann á tvær eldri systur. Sem barn ólst hann upp um allt landið áður en hann eignaðist varanlegt heimili í Ventura í Kaliforníu. Hann byrjaði að leika í leikhúsi 6 ára og lék aðalhlutverk í uppfærslum af Grease, The Outsiders, Oliver, The Wizard of Oz og Big River.
Ferill
breytaLevi lék aukahlutverk í sjónvarpsmyndinni Big Shot: Confessions of a Campus Bookie. Hann lék Kipp Steadman í gamanþáttunum Less Than Perfect. Hann lék einnig kærasta Jane, persónu Charismu Carpenter, í sjónvarpsmyndinni See Jane Date. Levi átti að leika aðalhlutverkið í sjónvarpsþætti sem hét Three en þátturinn var aldrei sýndur.
Levi landaði hlutverki Chucks í samnefndri þáttaröð og var henni gefnir 13 þættir á NBC og var þátturinn frumsýndur 24. september 2007 og fékk fulla þáttaröð árið eftir.
Sumarið 2008 var Levi nefndur einn af „Top Thirty People Under Thirty“.
Einkalíf
breytaLítt þekkt staðreynt um Levi er að hann er trúaður kristinn maður. Þrátt fyrir frama-nafn hans er hann ekki gyðingur. Levi var einu sinni með kanadísku leikkonunni Missy Peregrym. Hann er núna með söngkonunni Caitlin Crosby.
Hlutverk
breyta- Untitled Sisqo Project (2001)
- Big Shot: Confessions of a Campus Bookie (2002) (sjónvarpsmynd) - Adam
- Less Than Perfect (2002-2006) (sjónvarpsþættir) - Kipp Steadman
- See Jane Date (2003) (sjónvarpsþættir) - Grant Asher
- The Division (2004) - Todd in "The Box"
- Curb Your Enthusiasm (2004) - Bellman in "Opening Night"
- Reel Guerrillas (2005) - Evon Schwarz
- Big Momma's House 2 (2006) - Kevin
- Spiral (2007) - Berkeley
- Ctrl Z (2007) - Ben Pillar
- Chuck (2007-2012) (sjónvarpsþættir) - Chuck Bartowski
- Wieners(2008) - Ben
- The Tiffany Problem (2008) - Zac
- An American Carol (2008) - Lab Tech #1
- Shades of Ray (2008) - Ray Rehman
- Stuntmen (2009) - Troy Ratowski
- Alvin and the Chipmunks: The Squeakuel (2009) - Toby Seville
- Tangled (2010) - Flynn Rider (raddsetning)
Heimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Zachary Levi“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2009.