Christian Matras
Christian Matras (7. desember 1900 á Viðareiði – 16. október 1988 í Þórshöfn) var færeyskur málfræðingur og skáld. Hann var fyrsti Færeyingurinn sem varð prófessor, og er ásamt William Heinesen (1900–1991), Jørgen-Frantz Jacobsen (1900–1938) og Heðin Brú (1901–1987) eitt af fjórum stærstu nöfnunum í færeysku menningarlífi á 20. öld.
Æviferill
breytaÆttarnafnið Matras er komið frá frönskum manni sem settist að í Færeyjum.
Christian Matras fæddist árið 1900 í þorpinu Viðareiði á Borðoy nyrst í Færeyjum. Eftir barnaskólanám fór hann árið 1912 til Þórshafnar og var þar í unglingaskóla í bekk með Jørgen-Frantz Jacobsen og William Heinesen. Að loknu námi þar árið 1917 fór hann til Danmerkur og lauk stúdentsprófi í Sórey, 1920. Hann fór síðan í Kaupmannahafnarháskóla og nam þar norræn málvísindi. Hann dvaldist eitt misseri í Noregi þar sem hann kynnti sér norska ljóðagerð, sem hafði mikil áhrif á hans eigin skáldskap. Árið 1928 lauk hann meistaraprófi í málvísindum og loks doktorsprófi 1933 með ritgerð um færeysk örnefni. Frá 1936 starfaði Christian Matras við Háskólann í Kaupmannahöfn, og varð þar prófessor í málvísindum árið 1952. Hann var fyrsti Færeyingurinn sem gegndi prófessorsstöðu.
Árið 1965 sneri Christian Matras aftur til Færeyja, þar sem hann veitti frá upphafi forstöðu færeysku deildinni í Fróðskaparsetri Færeyja. Hann var prófessor þar til ársins 1971 þegar hann fór á eftirlaun.
Christian Matras dó 16. október 1988. Fyrr á sama ári, 6. júní 1988, hafði Postverk Føroya heiðrað hann með útgáfu á frímerki.
Í október 2006 fengu göturnar í Viðareiði fyrst sérstök nöfn. Ein þeirra, Kristjansgøta, ber nafn Christians Matrasar.
Christian Matras hefur svipaða stöðu í færeysku menningarlífi og Jón Helgason prófessor hjá okkur Íslendingum, landskunnur fræðimaður í hinum þjóðlegu greinum og gott skáld. Nokkuð er til af íslenskum þýðingum á verkum hans, sjá skrár Landsbókasafns.
Ritstörf
breytaChristian Matras fékkst einkum við færeyskar bókmenntir, færeysk málvísindi og menningarsögu, og hann var einnig eitt fremsta ljóðskáld Færeyinga.
Á námsárum sínum hóf Matras að vinna að færeysk-danskri orðabók, sem kom út 1927–1928, og var í áratugi eina orðabókin sem völ var á um færeyska tungu. Meðhöfundur var Mads Andreas Jacobsen (1891–1944).
Nefna má tvö verk sem Christian Matras gaf út og eru áhugaverð fyrir málsögu Færeyinga: Annars vegar Dictionarium Færoense, færeysk orðabók eftir Jens Christian Svabo, sem hafði verið óútgefin í handriti í um 200 ár. Hins vegar Matteusarguðspjall í færeyskri þýðingu Johans Henriks Schrøters. Báðir voru þeir brautryðjendur við mótun færeysks ritmáls, en notuðu hljóðrétta stafsetningu, sem hefur ekki unnið sér sess.
Hið mikla verk Føroya kvæði : corpus carminum Færoensium (CCF), sem Svend Grundtvig og Jørgen Bloch höfðu safnað saman á 19. öld, er sígild grundvallarútgáfa á færeyskum danskvæðum. Í verkinu er saman kominn meginhluti þeirra danskvæða sem Færeyingar varðveittu í munnlegri geymd fram á 19. öld og tókst að bjarga frá glötun með skrásetningu. Verkið er í sjö bindum með skýringum á þýsku.
Matras var fenginn til að fara yfir flestar námsbækur sem komu út í færeyjum á 4. áratugnum, og átti þannig þátt í að móta færeyskt ritmál. Hann samdi einnig fyrstu færeysku bókmenntasöguna.
Þegar hann sneri aftur til Færeyja, 1965, hafði hann meðferðis mikið seðlasafn með drögum að færeyskri orðabók. Unnið var að henni næstu árin og kom hún út 1998 í ritstjórn Jóhans Hendrik Winther Poulsen. Þetta er færeysk-færeysk orðabók með um 65.700 uppflettiorðum.
Helstu rit
breyta- 1926: – Grátt, kátt og hátt : yrkingar, 48 s. — Ljóðabók. Myndskreytt af William Heinesen.
- 1927–1928: – Føroysk-donsk orðabók = Færøsk-dansk ordbog, 469 s. — Með Mads Andreas Jacobsen, 2. útg. endurskoðuð og aukin 1961, viðaukabindi 1974.
- 1930 – Føroysk fólkanøvn. — Með M. A. Jacobsen.
- 1932 – Stednavne paa de færøske Norðuroyar. — Doktorsritgerð.
- 1933 – Heimur og heima : yrkingar, 59 s. — Ljóðabók.
- 1935 – Føroysk bókmentasøga, 104 s.
- 1939 – Indledning til Svabos færøske visehaandskrifter, lxxxv s.
- 1940 – Úr leikum og loyndum (yrkingar).
- 1941 – Jørgen-Frantz Jacobsen, 45 s. — Gyldendals julebog.
- 1950 – Ættmenn uttanlendis
- 1957 – Drunnur, 33 s.
- 1965 – Yrkingar 1917–45.
- 1970 – Bygd og hav : myndir úr seglskipatíð, 16 s. — Myndskreytingar: Ingálvur av Reyni.
- 1972 – Á hellu eg stóð : gamalt og nýyrkt, 103 s.
- 1973 – Nøkur mentafólk.
- 1975 – Av Viðareiði : fólk í huganum, 14 s. — Ljóðabók, myndskreytt af Fridtjof Joensen.
- 1975 – Leikur og loynd. Fullfíggjað útgáva av egnum yrkingum og týddum.
- 1978 – Úr sjón og úr minni (yrkingar) — Ljóðabók. Á íslensku: Séð og munað, Rvík 1987, 45 s. Þorgeir Þorgeirsson þýddi.
- 1981 – Upp í lógvan av ørindum / En håndfuld vers (yrkingar).
- 1993 – Anne-Kari Skarðhamar (þýð.): Dikt fra Færøyene : et utvalg dikt, 120 s. — Úrval ljóða í norskri þýðingu.
- 2004 – Anne-Kari Skarðhamar (útg.): Christian Matras – Yrkingar : heildarsavn við yrkingum og týðingum, 397 s. – Ljóðasafn.
Þýðingar
breyta- 1921 – Jonathan Swift: Ferð Gullivers til Pinkulinganna. — Barnabók.
- 1939 – Thomas Kingo: Songkórið andliga. — Sálmabók.
- 1945 – Robert Burns: Yrkingar. — Ljóðaþýðingar.
- 1951 – Jonathan Swift: Ferð Gullivers til Pinkulingalands, 2. útg.
- 1972 – Jørgen-Frantz Jacobsen: Barba og harra Pál — Skáldsagan Barbara á færeysku.
- 1975 – William Heinesen: Degningsvindar.
- 1976 – William Heinesen: Himinin brosar.
- 1976 – Jørgen-Frantz Jacobsen: Dýrmæta lív.
- 1976 – Jørgen-Frantz Jacobsen: Tíðargreinir 1925–1937.
- 1977 – F. Voltaire: Candide ella besti heimur. — Birtingur eftir Voltaire.
- 1978 – Albert Camus: Pestin.
- 1981 – Nýggjar týðingar — Ljóðaþýðingar.
- 1982 – Lucian Blaga: Tólv yrkingar — Ljóðaþýðingar.
- 1983 – Anatole France: Steikarahúsið við Drotning Gásafót.
Útgáfur
breyta- 1930 – Føroysk fólkanøvn : navnalisti til leiðbeiningar, 16 s. — Með Mads Andreas Jacobsen.
- 1934 – Føroyskur skaldskapur í úrvali I–III. — Með M. A. Jacobsen og Hans Andrias Djurhuus
- 1939 – Svabos færøske Visehaandskrifter.
- 1943 – Glossar til færøske Visehaandskrifter.
- 1939 – Føroysk lesibók 1–2. — Með Hans A. Djurhuus og Mads Andreas Jacobsen.
- 1951–1963 – Svend Grundtvig og Jørgen Bloch: Føroya kvæði : Corpus carminum Færoensium, 1. bindi. — Með Napoleon Djurhuus
- 1941–1944 – Svend Grundtvig og Jørgen Bloch: Føroya kvæði : Corpus carminum Færoensium, 2. bindi.
- 1944–1946 – Svend Grundtvig og Jørgen Bloch: Føroya kvæði : Corpus carminum Færoensium, 3. bindi.
- 1946–1967 – Svend Grundtvig og Jørgen Bloch: Føroya kvæði : Corpus carminum Færoensium, 4. bindi.
- 1968 – Svend Grundtvig og Jørgen Bloch: Føroya kvæði : Corpus carminum Færoensium, 5. bindi.
- 1972 – Svend Grundtvig og Jørgen Bloch: Føroya kvæði : Corpus carminum Færoensium, 6. bindi. – ISBN 87-500-1170-7
- 1996 – Svend Grundtvig og Jørgen Bloch: Føroya kvæði : Corpus carminum Færoensium, 7. bindi. – History, manuscripts, indexes / útg. af Michael Chesnutt & Kaj Larsen. – ISBN 87-7876-018-6
- 1951–1953 – Johan Henrik Schrøter: J.H. Schrøters optegnelser af Sjúrðar kvæði.
- 1966–1970 – Jens Christian Svabo: Dictionarium Færoense : Færøsk-dansk-latinsk ordbog 1–2.
- 1973 – Johan Henrik Schrøter: Evangelium Sankta Matteusar 1–2. — Matteusarguðspjall í færeyskri þýðingu Schrøters, frá 1823.
- 1988 – J. H. O. Djurhuus: Yrkingar 1898–1948.
Ritstjórn
breyta- 1931-1935 – Varðin, 11.–15. árgangur.
- 1945-1952 – Útiseti — Með Karsten Hoydal.
- 1973-1974 – Varðin, 41.–42. árgangur.
- 1958 – Færøerne/Føroyar, 1–2.
Afmælis- og minningarrit
breyta- 1980 – Ulf Zachariasen (útg.): Christian Matras : ritskrá í úrvali, 32 s.
- 2000 – Martin Næs og Jóhan Hendrik W. Poulsen (útg.): Greinaval – málfrøðigreinir, 353 s.
- 2002 – Turið Sigurðardóttir (ritstj.): Christian Matras – Aldarminning, 118 s. — Annales Societatis Scientarum Færoensis, Supplementum, 33.
Heimildir
breyta- Anne-Kari Skarðhamar: Poetikk og livstolkning i Christian Matras' lyrikk : med et tillegg om Matras og færøysk lyrikk. Oslo, Unipub Forl, 2002. — Annales Societatis Scientiarum Færoensis, Supplementum, 31.
- Anne-Kari Skarðhamar: „Det farlige, det frygtelige, det mægtige. Christian Matras’ naturlyrik“. Edda, 2001, 396–405.
- Anne-Kari Skarðhamar: „Hella, hugur og tið – tidserfaring i Christian Matras' diktning“. Nordisk litteratur og mentalitet, 2000, 485–492.
- Anne-Kari Skarðhamar: „Growing up on the Edge of the Abyss. Childhood Impressions in the Poetry of Christian Matras“. Scandinavica, XXXV, 1996, 71–104.
- W. Glyn Jones: „Nature and Man in Christian Matras's Poetry“. Scandinavica, XIX, 1980, 181–197.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Christian Matras“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. desember 2010.