Chicago Fire
Chicago Fire er knattspyrnulið frá Chicago í Illinois-Fylki í Bandaríkjunum. Liðið var stofnað 1997 og leikur í Major League Soccer.
Chicago Fire Soccer Club | |||
Fullt nafn | Chicago Fire Soccer Club | ||
Gælunafn/nöfn | Men in red (Menn í rauðu) | ||
---|---|---|---|
Stofnað | 8. október 1997 | ||
Leikvöllur | Soldier Field, Chicago, Illinois | ||
Stærð | 61.500 | ||
Stjórnarformaður | Joe Mansueto | ||
Knattspyrnustjóri | Veljko Paunović | ||
Deild | Major League Soccer | ||
2021 | 12. sæti (Austurdeild) | ||
|
Saga félagsins
breytaChicago Fire var stofnað 1997, og hefur haft frá upphafi tengingu við slökkviliðið. Frægir leikmenn voru keyptir til liðsins snemma, þar má nefna Jorge Campos mexíkóska markvörðinn. Fyrsti þjálfari liðsins var gamla brýnið Bob Bradley. Og þvert á flestar spár tókst því að vinna tvöfalt fyrsta árið með því að sigra D.C. United í úrslitaleik 1998 og svo U.S. Open Cup viku síðar.
Árið 2000 komst liðið í úrslitaleik enn töpuðu fyrir Kansas. Frægur búlgarskur markahrókur, Hristo Stoitchkov var fenginn til liðsins og ungir bandarískir leikmenn sem voru að stíga sín fyrstu skref í boltanum, nægir þar að nefna DaMarcus Beasley. Árið 2007 komu nýir eigendur til sögunnar Andell Holdings, fyrirtæki frá Los Angeles. Árið 2017 var þýski Markahrókurinn Bastian Schweinsteiger fenginn til liðsins sem telst með stærri kaupum í sögu bandarísks fótbolta.
Titlar
breyta- MLS bikarinn 1998
- U.S Open Cup 1998, 2000, 2003, 2006