Chemnitz
Chemnitz (sorbíska Kamjenica, 1953–1990: Karl-Marx-Stadt) er þriðja stærsta borg Saxlands, á eftir Leipzig og Dresden, með tæpa 250.000 íbúa (2019). Hún er staðsett við rætur Erzfjallanna og tekur nafn sitt af ánni Chemnitz sem rennur í gegn um hana. Nafnið er komið úr sorbísku og mun þýða Steiná. Chemnitz er getið í saxlenskum skjölum allt frá árinu 1143, en þar var þá Benediktínaklaustur og þróaðist byggð þar í kring fram eftir öldum. Á tímum iðnbyltingarinnar óx Chemnitz mjög ásmegin og varð meðal mikilvægustu iðnaðarborga Þýskalands. Hún var því stundum uppnefnd Saxlenska Manchester. Í dag myndar Chemnitz ásamt Zwickau einn af þremur máttarstólpum Saxlenska þríhyrningsins, en svo nefnist svæðið sem afmarkast af Chemnitz-Zwickau, Leipzig-Halle og Dresden og í búa um þrjár og hálf milljón manna. Tækniháskólinn í Chemnitz er þriðji stærsti háskóli Saxlands með um 10.000 stúdenta.
Chemnitz | |
---|---|
Skjaldarmerki Chemnitz og staðsetning innan Þýskalands | |
breiddar- og lengdargráða : 50°50′0″N 12°55′0″A / 50.83333°N 12.91667°A |
Tímabelti : UTC+1/SummerUTC+2 |
Grundvallarupplýsingar | |
Sambandsland: | Saxland |
stærð: | 220,85 km² |
íbúafjöldi: | 246.000 (2019) |
íbúar á hvern ferkílómetra: | 1096/km² |
hæð: | 298 m yfir sjávarmáli |
Póstnúmer: | 09111–09131 |
Stjórnmál | |
Borgarstjóri: | Barbara Ludwig (Sozialdemokratische Partei Deutschlands, SPD) |
næst kosið: | 2011 |
Vefsíða: | www.chemnitz.de |
Þekktir borgarbúar
breyta- Georgius Agricola náttúruvísindamaður á 16. öld.
- Michael Ballack knattspyrnumaður.
- Stefan Heym rithöfundur.
- Helga Lindner sundkona.
- Anja Mittag knattspyrnukona.
- Frank Rost knattspyrnumaður.
- Karl Schmidt-Rottluff myndlistarmaður.
- Katarina Witt skautadrottning.
Myndir af Chemnitz
breyta-
Gamla og nýja ráðhúsið í Chemnitz.
-
Styttan af Karli Marx er eitt af þekktari kennileitum borgarinnar.
-
Rabenstein kastali.
-
Schocken verslunarmiðstöðin í Chemnitz.
-
Dæmigerð íbúðablokk í Chemnitz.
-
Rauði Turninn er eitt af kennileitum borgarinnar.
-
Óperuhúsið í Chemnitz.