Charli XCX

ensk söngkona
(Endurbeint frá Charli xcx)

Charlotte Emma Aitchison (f. 2. ágúst 1992), þekkt sem Charli XCX, er ensk söngkona og lagahöfundur. Hún er fædd í Cambridge og ólst upp í Essex. Hún byrjaði að gefa út lög á Myspace árið 2008. Árið 2010 skrifaði hún undir hjá Asylum Records og gaf út nokkrar smáskífur og blandspólur árin 2011 og 2012.

Charli XCX
Charli XCX árið 2018
Fædd
Charlotte Emma Aitchison

2. ágúst 1992 (1992-08-02) (32 ára)
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
Ár virk2008–í dag
Tónlistarferill
Stefnur
Útgefandi
Vefsíðacharlixcx.com

Árið 2012 gaf hún út lagið „I Love It“ með sænska tvíeykinu Icona Pop. Fyrsta breiðskífan hennar, True Romance, var gefin út árið 2013. Ári seinna vann hún með ástralska rapparanum Iggy Azalea á laginu „Fancy“ sem náði fyrsta sæti á Billboard Hot 100 vinsældalistanum. Sama ár gaf hún út lagið „Boom Clap“ sem var fyrsta sóló lagið hennar að ná topp-10 á Hot 100.

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta
  • True Romance (2013)
  • Sucker (2014)
  • Charli (2019)
  • How I'm Feeling Now (2020)
  • Crash (2022)
  • Brat (2024)

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.