Marcus Porcius Catolatínu: M·PORCIVS·M·F·CATO[1]) (234 f.Kr., Tusculum149 f.Kr.) var rómverskur stjórnmálamaður og rithöfundur, kallaður Cato censor (eða censorius), sapiens (hinn spaki), Cato gamli (priscus) eða Cato eldri (major), til aðgreiningar frá Cato yngri (afkomanda sínum).

Marcus Porcius Cato.

Hann kom úr gamalli fjölskyldu alþýðufólks (plebeia), sem hafði hlotið nokkurn frama í hernum en ekki í stjórnmálum. Hann lærði aðstunda landbúnað og helgaði sig honum þegar hann gegndi ekki herþjónustu. Hann kynntist Luciusi Valeriusi Flaccusi, sem hafði miklar mætur á honum, og flutti í kjölfarið til Rómar og varð gjaldkeri (quaestor) (204 f.Kr.), edíll (199 f.Kr.), praetor (198 f.Kr.) og að lokum ræðismaður (195 f.Kr.) ásamt velunnara sínum.

Grísk áhrif á rómverska menningu voru Cato eitur í beinum. Veldi Karþagó og viðreisn að loknu öðru púnverska stríðinu voru honum einnig þyrnir í augum og lengi lauk hann öllum ræðum sínum í öldungaráði Rómar með orðunum „Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði“.

Neðanmálsgreinar Breyta

  1. Marcus Porcius Marci filius Cato - Marcus Porcius Cato, sonur Marcusar

Heimild Breyta

   Þessi fornfræðigrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.