Castel Sant'Angelo
Castel Sant'Angelo eða Englaborg, áður þekkt sem grafhýsi Hadríanusar, er hringlaga kastali í miðborg Rómar. Byggingin var reist frá 135 til 139 samkvæmt beðni Hadríanusar og átti að vera grafhýsi fyrir hann og fjölskyldu hans. Eftir dauða hans var ösku hans komið þar fyrir og eftir það voru aðrir keisarar grafnir þar. Sá síðasti var Caracalla 217. Hadríanus lét líka reisa brúna, Ponte Sant'Angelo, yfir Tíber sem liggur beint að grafhýsinu. 401 var byggingunni breytt í virki og síðan kastala í eigu páfa á 14. öld. Þar byrgði Klemens 7. sig inni þegar hermenn Karls 5. réðust á Róm 1527.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist grafhýsi Hadríanusar.