Carlsberg
Carlsberg A/S (borið fram [/ˈkɑrlsbərɡ/]) er danskt brugghús stofnað árið 1847 af J. C. Jacobsen. Fyrirtækið dregur nafn sitt af syni hans, Carl Jacobsen. Það er með höfuðstöðvar í Kaupmannahöfn í Danmörku. Aðal framleiðsluvara fyrirtækisins er bjórinn Carlsberg, en það framleiðir líka Tuborg og nokkra aðra staðbundna bjóra.[1] Brugghús norsks fyrirtækis, Orkla, og Carlsberg sameinuðust í janúar 2001, þá varð Carlsberg fimmta stærsta brugghús í heimi. Frá og með árinu 2009 er Carlsberg fjórða stærsta brugghús í heimi og um það bil 45.000 manns starfar þar.[2]
Carlsberg Group | |
![]() | |
Rekstrarform | Hlutafélag |
---|---|
Staðsetning | ![]() |
Lykilpersónur | Jørgen Buhl Rasmussen (framkvæmdastjóri) Povl Krogsgaard-Larsen (formaður) |
Starfsemi | Ölgerð |
Tekjur | 59,944 milljarðar DKK (2008) |
Starfsfólk | 45.000 |
Vefsíða | carlsberg.com |
Carlsberg er styrktaraðili knattspyrnufélaganna Liverpool F.C. og F.C. København.
Stærsti hluthafinn í Carlsberg A/S er Carlsbergsjóður, með rúmlega 30% hlut.
Heimildir
breyta- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 febrúar 2012. Sótt 30. september 2009.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6 ágúst 2010. Sótt 30. september 2009.
Þessi fyrirtækjagrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.