Carlsberg A/S (borið fram [/ˈkɑrlsbərɡ/]) er danskt brugghús stofnað árið 1847 af J. C. Jacobsen. Fyrirtækið dregur nafn sitt af syni hans, Carl Jacobsen. Það er með höfuðstöðvar í Kaupmannahöfn í Danmörku. Aðal framleiðsluvara fyrirtækisins er bjórinn Carlsberg, en það framleiðir líka Tuborg og nokkra aðra staðbundna bjóra.[1] Brugghús norsks fyrirtækis, Orkla, og Carlsberg sameinuðust í janúar 2001, þá varð Carlsberg fimmta stærsta brugghús í heimi. Frá og með árinu 2009 er Carlsberg fjórða stærsta brugghús í heimi og um það bil 45.000 manns starfar þar.[2]

Carlsberg Group
Rekstrarform Hlutafélag
Staðsetning Fáni Danmerkur Kaupmannahöfn, Danmörku
Lykilpersónur Jørgen Buhl Rasmussen (framkvæmdastjóri)
Povl Krogsgaard-Larsen (formaður)
Starfsemi Ölgerð
Tekjur 59,944 milljarðar DKK (2008)
Starfsfólk 45.000
Vefsíða carlsberg.com

Carlsberg er styrktaraðili knattspyrnufélaganna Liverpool F.C. og F.C. København.

Stærsti hluthafinn í Carlsberg A/S er Carlsbergsjóður, með rúmlega 30% hlut.

Heimildir

breyta
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2012. Sótt 30. september 2009.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. ágúst 2010. Sótt 30. september 2009.
   Þessi fyrirtækjagrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.