Grænhöfði

Skagi í Senegal og vestasti hluti Afríku
(Endurbeint frá Cabo Verde)

Grænhöfði (franska Cap-Vert, portúgalska Cabo Verde) er vestasti hluti meginlands Afríku. Grænhöfði er klettanes sem skagar vestur í Atlantshafið frá sandströndinni í Senegal. Höfuðborg landsins, Dakar, stendur á suðurenda höfðans.

Nafn Grænhöfðaeyja er dregið af nafni höfðans. Portúgalar gáfu bæði höfðanum og landinu nafnið Cabo Verde.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.