Stokkönd (fræðiheiti: Anas platyrhynchos) er fugl af andaætt. Hún er að mestu leyti staðfugl á Íslandi. Stokkendur eru algengasta og jafnframt þekktasta andartegundin hér á landi fyrir utan æðarfugl. Stokkendur eru buslendur. Áætlað er að varpstofninn sé 10.000-15.000 pör og einhvers staðar á milli 20.000 til 40.000 fuglar dvelji hér yfir veturinn. Stokkendur eru talsvert veiddar til matar. Sennilega útbreiddasta öndin á láglendi en er sjaldgæf á hálendinu. Hefur mikla aðlögunarhæfni og er oft í nánu sambýli við manninn. Stokkandarsteggurinn er nefndur grænhöfði, og stokköndin við Mývatn er stundum kölluð stóra gráönd.

Stokkönd
Tveir stokkandarsteggir (grænhöfðar) og ein kolla
Tveir stokkandarsteggir (grænhöfðar) og ein kolla
Ástand stofns
Ástand stofns: Í lítilli hættu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gásfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Undirætt: Eiginlegar endur (Anatinae)
Ættkvísl: Anas
Tegund:
A. platyrhynchos

Tvínefni
Anas platyrhynchos
Linnaeus, 1758
Anas platyrhynchos

Einkenni

breyta

Lengd: 52 – 56 cm. | Þyngd: 710 – 1440 g. | Vænghaf: 80 – 98 cm.

Stundum er stokkönd kölluð grænhöfðaönd því blikinn er með grænan haus og mjög skrautlegur. Hann er í felubúningi júní – ágúst. Goggur karlfugls er gulgrænn með svartri nögl, goggur kvenfugls er daufgulrauður oft með flekkjum. Fætur beggja kynja eru rauðgulir og augu dökk. Kollan er hávær, garg hennar er rámt “bra-bra” steggurinn er hljóðlátur, flautar í biðilsleikjum.

Fæða

breyta

Ýmiss vatna- og landgróður en einnig smádýr svo sem lirfur, skeldýr og kuðungar.

Eru einkennandi fyrir andapolla víða um land til dæmis Tjörnina í Reykjavík. Þær halda sig við vötn og votlendi, helst kjósa þær tjarnir með sef- og starargróðri. Á veturna eru þær helst við sjóinn og einnig inn til lands þar sem ferskvatn leggur ekki. Stokkendur verpa 8-10 eggjum fyrstar anda, eða síðast í apríl og í maí. Kollan liggur ein á eggjunum sem klekjast út á 4 vikum.

Dreifing

breyta
 
Dreifingarsvæði stokkandarinnar.

Sést víða um land á veturna. Sumir hafa vetursetu á Bretlandseyjum. Algeng um allt norðurhvel jarðar.

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu