CRISPR/Cas9-erfðatæknin

(Endurbeint frá CRISPR/Cas9 erfðatæknin)

CRISPR/Cas9 er aðferð sem notuð er til að gera breytingar á erfðaefni lífveru. Hægt að gera litlar breytingar hratt og ódýrt, svo sem að lagfæra genagalla og að afvirkja gen. CRISPR/Cas9 er hnitmiðaðri en eldri aðferðir og er því er minni hætta á skemmdum og aukaverkunum.[1]

Til að gera breytingar þarf eina lengju af RNA sem passar við það DNA sem maður vill breyta, og ensímið Cas9 sem klýfur í sundur DNA á viðkomandi stað.[1]

Tæknin byggir á ákveðnu ónæmiskerfi dreifkjörnunga sem ver þá fyrir veirum sem hafa áður sýkt þá. CRISPR kallast þær DNA-raðir sem dreifkjörnungurinn býr til út frá leifum veirunnar, þegar svipuð veira sýkir dreifkjörnunginn aftur getur CRISPR þefað upp erfðaefni veirunnar, ensímið Cas9 sér að CRISPR passar þar við og klýfur erfðaefni veirunnar í sundur á hárréttum stað sem kemur þá í veg fyrir að veiran geti starfað.[2]

CRISPR stendur fyrir „clustered regularly interspaced short palindromic repeats“ eða á íslensku „síendurteknar stuttar DNA-raðir sem líta eins út afturábak og áfram og koma fram með reglulegu millibili í þyrpingum“, Cas9 stendur fyrir „CRISPR associated protein 9“.

Jennifer Doudna og Emmanuelle Charpentier fengu Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir þróun sína á CRISPR-tækninni árið 2020.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Redman M, King A, Watson C, King D (ágúst 2016). „What is CRISPR/Cas9?“. Archives of Disease in Childhood. Education and Practice Edition. 101 (4): 213–5. doi:10.1136/archdischild-2016-310459. PMC 4975809. PMID 27059283.
  2. Barrangou R (2015). „The roles of CRISPR-Cas systems in adaptive immunity and beyond“. Current Opinion in Immunology. 32: 36–41. doi:10.1016/j.coi.2014.12.008. PMID 25574773.
  3. „Nó­bels­verðlaun fyr­ir erfðatækni“. mbl.is. 7. október 2020. Sótt 7. október 2020.