Burn Notice (1. þáttaröð)

Fyrsta þáttaröðin af Burn Notice var frumsýnd 28. júní 2007 og sýndir voru tólf þættir.

Aðalleikarar breyta

Gestaleikarar breyta

Þættir breyta

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Pilot Matt Nix Jace Alexander 28.06.2007 1 - 1
Njósnarinn Michael Westen er Brenndur í miðju verkefni í Nígeríu og rétt nær að flýja með flugvél sem skilur hann eftir í Miami, Flórída — heimabæ hans. Michael hittir aftur fyrrverandi kærustu sína Fionu Glenanne og kemst að því að bankareikningar hans eru frosnir og nær engu sambandi við yfirmann sinn. Michael kemst aftur í kynni við Sam Axe gamlan vin sinn og fjölskylduna sína. Til þess að safna pening þá tekur hann að sér starf þar sem umsjónarmaður landareignar er sakaður um þjófnað. Á sama tíma reynir Michael að komast að því hver brenndi hann.
Identity Matt Nix Rod Hardy 05.07.2007 2 - 2
Michael aðstoðar vinkonu móður sinnar sem var svikin af hópi svikahrappa.
Fight or Flight Craig O´Neill og Jason Tracey Colin Bucksey 12.07.2007 3 - 3
Í leit sinni að þeim sem brenndu hann reynir hann að finna egypskan njósnara sem getur aðstoðað hann. Á sama tíma aðstoðar hann þjónustustúlkuna Cara Stagner sem á í vandmálum með eiturlyfjasamtök.
Old Friends Alfredo Barriors, Jr. David Solomon 19.07.2007 4 - 4
Michael aðstoðar gamlan vin sinn Bill Reese en dóttir hans sem vill verða fyrirsæta er flækt inn í vændishring. Á sama tíma reynir hann að komast hjá því að vera drepinn af tékkneskri leyniskyttu og gömlum óvini hans, Jan Haseck.
Family Business Matt Nix Sandy Bookstaver 26.07.2007 5 - 5
Michael aðstoðar öryggisvörð á flugvelli sem hefur verið hótað af fjölskyldu vopnasala.
Unpaid Debts Nick Thiel Paul Holahan 02.08.2007 6 – 6
Alríkisfulltrúinn Bly ræðst á Madeline, móður Michaels, sem segir honum að binda endi á rannsókn sína. Michael aðstoðar gamlan vin Sams, Virgil, sem þarf aðstoð með að endurheimta bát sem er fullur af dóppeningum. Vandamál myndast þegar óheiðarlegir lögreglumenn vilja fá peninginn.
Broken Rules Mere Smith Tim Matheson 09.08.2007 7 - 7
Michael aðstoðar verslunareiganda í hverfinu Litla Havana sem á í vandræðum með glæpagengi. Á sama tíma reynir hann að kúga alríkisfulltrúann Bly um að gefa honum upplýsingar um brunatilkynningu hans.
Wanted Man Craig O´Neill og Jason Tracey Ken Girotti 16.08.2007 8 - 8
Michael aðstoðar Thomas McKee sem er sakaður um að stela nælu sem er milljóna dala virði.
Hard Bargain Alfredo Barrios, Jr. John Kretchmer 23.08.2007 9 - 9
Michael aðstoðar Nick Lam en kærustu hans er rænt og vilja ræningarnir fimm milljónir dala fyrir hana. Á sama tíma kemur starfsmaður frá Central Security Services til að tala við Michael.
False Flag Matt Nix og Ben Watkins Paul Shapiro 13.09.2007 10 - 10
Michael reynir að finna sér fölsuð skilríki og samþykkir að aðstoða Lucy (fyrrverandi njósnari) með viðskipavin sinn Evelyn, sem segir að sonur hennar hefur verið rænt af eiginmanni sínum Doug.
Dead Drop Craig O´Neill og Jason Tracey Jeremiah Chechik 20.09.2007 11 - 11
Sam samþykkir aðstoða konu sem verið er að kúga af eitulyfjasmyglurum. Á sama tíma þá er Michael upptekinn við að hitta Phillip Cowan, manninn sem brenndi hann en Cowan er drepinn áður en Michael fær einhverjar upplýsingar frá honum. Þátturinn endar á því að Sam er rænt af eiturlyfjasmyglurunum.
Loose Ends Stephen Surjik Matt Nix og Alfredo Barriors, Jr. 20.09.2007 12 - 12
Michael og Fi reyna að bjarga Sam frá eiturlyfjasmyglurunum. Á sama tíma fær Michael einkennileg símtöl frá dularfullri konu og þátturinn endar á því að Michael keyrir bíl sínum upp í flutningabíl í leit sinni að upplýsingum um brunatilkynninguna sína.

Tilvísanir breyta

Heimild breyta