Svartgæsir

(Endurbeint frá Branta)

Svartgæsir (fræðiheiti: Branta) eru ættkvísl gæsa sem lifir á palearktíska svæðinu og í Norður-Ameríku, en flýgur suður á bóginn á veturna. Þær hafa fasta búsetu á Hawaii. Ein tegund svartgæsa, kanadagæs, lifir villt á Nýja-Sjálandi eftir að hafa verið flutt þangað.

Svartgæsir
Tímabil steingervinga: síðmíósen-hólósen
Kanadagæsi (Branta canadensis) í Smythe Park, Torontó.
Kanadagæsi (Branta canadensis) í Smythe Park, Torontó.
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gásfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Undirætt: Svanir og gæsir (Anserinae)
Einkennistegund
Branta bernicla (margæs)
Linnaeus, 1758
Species

Margæs (Branta bernicla)
Kanadagæs (Branta canadensis)
Alaskagæs (Branta hutchinsii)
Helsingi (Branta leucopsis)
Fagurgæs (Branta ruficollis)
Hraungæs (Branta sandvicensis)
o.fl.

Samheiti

Nesochen Salvadori, 1895

Svartgæsir draga nafn sitt af því að vera allar með áberandi svört svæði á fjaðurhamnum. Fætur þeirra eru líka svartir eða dökkgráir og goggurinn er svartur. Svartgæsir eru að meðaltali minni en aðrar gæsir þótt sumar þeirra séu mun stærri.

Í Evrasíu halda svartgæsir sig frekar við strendur miðað við grágæsir (Anser) sem deila sama svæði. Þetta á ekki við um svartgæsir í Norður-Ameríku þar sem grágæsir finnast síður.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.