Blok P var stærsta íbúðablokkin í Nuuk og sú stærsta á Grænlandi. Í blokkinni voru um 320 íbúðir og talið var að um 1% íbúafjölda alls Grænlands hefði búið í henni.[1] Húsið var rifið þann 19. október 2012.[2]

Suðurhlíð Blok P
Tröppurnar í blokkinni árið 2011
Norðurhlíð blokkarinnar með fána
Svalirnar

Saga breyta

Blokkin var byggð á árunum 1956–1966 og var afleiðing stefnu danska þingsins frá árinu 1953 um að nútímavæða og þétta grænlenskar innviðir. Markmið uppbyggingarinnar var það að hvetja fólk til að flytja úr strandþorpum sem voru talin „óarðbær, óheilbrigð og ónútímaleg“.

Þegar blokkin var byggð var hún stærsta bygging í öllu konungsríkinu Danmörku.[3] Stærð og skipulag íbúðanna hentaði ekki lífstíl Inuíta, en þröngar dyr gerðu það að verkum að þeim reyndist erfitt eða jafnvel ómögulegt að komast inn í og út úr húsinu í þykkum vetrarfatnaði og evrópsku fataskáparnir voru of litlir fyrir geymslu veiðifæra. Þar af leiðandi voru þau geymd á svölunum, sem lokaði fyrir neyðarútganga og skapaði öryggishættu.[4] Á fyrstu áranum voru mikil vandræði með storknað blóð sem stíflaði ræsin, því fiskimenn notuðu baðkörin sín til að skera upp veiðina sína.

Húsið var einungis fimm hæða en var 64 íbúð að lengd, eða um 200 metrar, og klauf það Nuuk í austurvesturátt. Íbúum Nuuk þótti ekki vænt um blokkina, en hún var sýnd ferðamönnum og lýst sem „svo niðurdrepandi að hún er næstum því sjálf ferðamannastaður“.[5]

Nýlegar áætlanir breyta

Ekki er til endanlegt skipulag á svæðinu þar sem Blok P stóð, en frá og með árinu 2013 hefur sveitarfélagið unnið að verkefninu „Nuuk Playground“ til að svara þörfum samfélagsins.

Heimastjórn Grænlands ráðgerði árið 2010, í samvinnu við borgarráð Nuuk, áætlun sína um að rífa og hreinsa húsið. Núverandi íbúum í húsinu hefur verið boðið húsnæði í Qinngorput. Sem stendur er verið að taka húsið í sundur í fjórum eða fimm áföngum, en þessi vinna hófst árið 2011 og áætlað er að henni ljúki árið 2015.

Fáninn breyta

Norðurhlið blokkarinnar var skreytt með stærsta grænlenska fána sögunnar. Fáninn var saumaður úr gömlum flíkum af grænlenskum listamanni, með aðstoð skólabarna.[6]

Heimildir breyta

  1. Rudy Brueggemann. „Greenland: The Last Great Place - Greenlandic Architecture“.
  2. „Lea Wind-Friis: "Berømt og berygtet grønlandsk bygning fik dramatisk afslutning".
  3. „Farvel til blok P“. Politiken.dk.
  4. „Nuuk, Mike Bode and Staffan Schmidt“.
  5. „Block P in Nuuk Town (Godthab)“.
  6. Tim Folger. „Changing Greenland“. National Geographic.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.