Vatnslausn
Vatnslausn er vökvi þar sem eitthvað efni er leyst upp í vatni. Vatn á mjög auðvelt með að leysa upp ýmis efni og er mjög algengt, því eru vatnslausnir algengustu lausnirnar sem fyrirfinnast í náttúrunni og þær sem eru mest notaðar í efnafræði.
Vatnssækin efni (eins og salt) eiga mjög auðvelt með að leysast upp í vatni, en vatnsfælin efni (eins og fita) síður.