Bjarnarey (Svalbarða)

Bjarnarey er syðsta eyjan í eyjaklasanum við Svalbarða. Eyjan er í vesturhluta Barentshafs. Hollensku landkönnuðurnir Willem Barents og Jacob van Heemskerk fundu Bjarnarey þann 10. júní árið 1596. Eyjan er nefnd eftir ísbirni sem þeir sáu á sundi nálægt eyjunni. Bjarnarey hefur hernaðarlega þýðingu og reyndu mörg ríki að fá eyjuna undir yfirráðasvæði sitt. Eyjan komst undir yfirráð Noregs árið 1920.

Kort sem sýnir staðsetningu Bjarnareyjar við Svalbarða.
Rústir af hvalveiðistöð við Kvalrossbukta á Bjarnarey
Vetrarblóm er vel aðlagað skilyrðum eins og á Bjarnarey.

Í eyjunni hefur verið námavinnsla og þar voru stundaðar fiskveiðar og hvalveiðar. Eyjan var notuð sem bækistöð fyrir hval-, rostungs- og selveiðar og þar var góð eggjatekja. Búseta þar hefur hins vegar ekki varað nema nokkur ár í einu og er eyjan nú óbyggð fyrir utan veðurathugunarstöð sem þar er. Eyjan var friðlýst sem náttúruverndarsvæði árið 2002.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Bækur

Almennar upplýsingar

Kort og myndir:

Landafræði,loftslag og jarðfræði:

Saga:

Nýlegir atburðir: