Björn Þorbjarnarson

Björn Þorbjarnarson var íslenskur lögmaður á 14. öld. Hann bjó í Klofa í Landsveit í Rangárvallasýslu og er nefndur Klofa-Björn í ýmsum heimildum.

Raunar er ekki fullvíst að Björn hafi verið Þorbjarnarson en þó er vitað að Þorbjörn nokkur, kallaður Klofa-Þorbjörn, bjó í Klofa um og eftir 1332 og dó 1373 og er ekki ólíklegt að Björn hafi verið sonur hans. Hann var lögmaður sunnan og austan 1378-1386. Kona hans kann að vera Katla sú sem var búandi í Klofa 1387 og hefur Björn þá verið látinn. Sonur hans var Jón, kallaður Klofa-Jón, sem dó 1393.

Heimildir

breyta


Fyrirrennari:
Sigurður Guðmundsson
Lögmaður sunnan og austan
(13781386)
Eftirmaður:
Narfi Sveinsson