Birkidumba

(Endurbeint frá Birkiskóf)

Birkidumba[1] (fræðiheiti: Melanohalea exasperata) eða birkiskóf[2] er ólífugræn eða brún flétta af litskófarætt. Hún vex á berki birkitrjáa og er ein algengasta fléttan í íslenskum birkiskógum.[1] Auk þess að vaxa á birki vex hún líka á reyni og fleiri trjátegundum.[2]

Birkidumba
Birkidumba á víði í Hvalfirði.
Birkidumba á víði í Hvalfirði.
Ástand stofns
Ekki metið (IUCN)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Diskfléttubálkur (Lecanorales)
Ætt: Litskófarætt (Parmeliaceae)
Ættkvísl: Dumbur (Melanohalea)
Tegund:
Birkidumba (M. exasperata)

Tvínefni
Melanohalea exasperata

Þrátt fyrir algengi birkidumbu í íslenskum birkiskógum er hún sjaldgæf í birkiskógum í Skandinavíu þar sem fléttan snælínudumba er algeng en sú er sjaldgæf á Íslandi.[3] Ekki er talið að birkidumba valdi tré skaða með því að vaxa á því.[4]

Efnafræði

breyta

Birkidumba inniheldur engin þekkt fléttuefni. Þalsvörun hennar er neikvæð við K, C, KC og P.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 Hörður Kristinsson. Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  2. 2,0 2,1 Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
  3. Hörður Kristinsson (1998). Fléttur á íslenskum trjám. Skógræktarritið 1998(1), 35-47.
  4. Sigurður Blöndal (2000). Reyniviður (Sorbus aucuparia L.) á Íslandi. Skógræktarritið 2000(1), 17-46.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.