Beygla (jiddíska: בײגל beygl‎, pólska: bajgiel) er brauð sem rekur uppruna sinn til Póllands, yfirleitt kringlótt með gati í miðjunni, sem er soðið í stuttan tíma og svo bakað. Brauðið er þétt og seigt að innan en brúnt, glansandi og stundum stökkt að utan. Fræ svo sem birkifræ, sólblómafræ eða sesamfræ eru oft sett ofan á. Stundum er sett gróft salt ofan á og til eru ólíkar tegundir af beygludeigi.

Beygla

Uppruni beyglunnar er svolítið dularfullur, en vitað er að gyðingar í Austur-Evrópu hafi borðað þær frá 17. öld. Fyrsta umtalið um beyglur var árið 1610, í reglugerðum gyðingasamfélagsins í Kraká.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.